Sameiningin - 01.09.1922, Qupperneq 17
273
Öll nöfn eru auSvitaö eins og vera ber, í sinni réttu íslenzku
mynd, þó ritað sé á erlendu máli. En einkennilegt er það, eins
vel eins og við Íslendingar fylgjum fram þeirri kröfu aS okk-
ar íslenzku nöfn fái aö halda sér óbreitt á erlendum málum, hve
altítt þaö hefir þó veriö í íslenzkum ritum aö breyta útlendum
nöfnum eöa íslenzka þau. Ætti þar viö aö breyta við aðra,
eins og maöur vill að aðrir breyti við sig.
, Hvernig farið er með efni, og að hve réttri niðurstöðu
höfundurinn kemst um söguleg atriði og í dómum sínum um
menn og málefni, kann eg ekki um að dæma. En það virðist
sem sagan sé yfirleitt rituð hlutdrægnislaust, og að höfundur-
inn hafi forðast að láta nokkurn tendens koma fram í þessu
söguriti og hnekkja gildi þess. Hann er yfirlætislaus, og
minnist þess í formálanum að framþróun hinnar íslenzku
kirkju, algerlega aðskilin eins og að hún hafi verið frá hinum
stærri og auðugri þjóðfélögum “muni áreiðanlega virðast
mörgum fátækleg og mögur í samþandi við sögu annara deilda
kirkjunnar.” En þegar horft er á allar ástæður, mun það, að
kynnast islenzkri kirkjusögu miklu frekar vekja aðdáun hjá
réttsýnum lesara, að þessi smáþjóð aldrei fleiri en 70—80,000
sálir, og stundum ekki nema um 50,000,) skuli hafa átt aðra
eins kirkjusögu eins og raun ber vitni, önnur eins ljós og Guð-
brand, Hallgrínt og meistara Jón, auk margra annara, og aðra
eins þrautseigju gegnum hörmungar og neyð, eins og óbrotin
frásagan ber með sér. Á myrkustu tímabilum sögunnar, þeg-
ar svo mátti virðast, sem alt andlegt líf væri að deyja út,
sendi Drottinn andrika sendiboða, sem kveiktu nýtt líf og ljós,
svo lif kristninnar varðveittist frá kynslóð til kynslóðar, og
ekki fær það dulist, hvílikan þátt íslenzk kirkja og íslenzka
prestastéttin hefir átt i því, að viðhalda og efla menning
þjóðarinnar. 1
Sagan rekur þráðinn alveg fram á síðustu tíð. Er þá
einnig minst á kirkjusögu Vestur-íslendinga. Um dr. Jón
Bjarnason farast höfundi orð á þessa leið: “Búinn eins og
hann var frábærum hæfileikum til að koma á skipulagi, miklum
starfskröftum. starfsþoli og sjálfsafneitun, hefir hann, sem
skilyrðislaust sá, er mest kveður að af hinum útfluttu íslendin^-
um, verðskuldað þakklæti þeirra og hollustu meir en nokkur
annar, fyrir starf sitt,-sem alt miðaði að ákveðnu takmarki.” En
auk áhrifa hans hér vestra. er kannast við hvilík vekjandi á-
hrif umvandanir hans hinar alvarlegu við móðurkirkjuna hafi
haft heima á ættjörðinni, og orðið til þess að koma róti á hina