Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1922, Side 24

Sameiningin - 01.09.1922, Side 24
280 inber fundur í kirkjunni og var þar margt fólk saman komið. Um- ræðuefnið var kirkjulegur arfur vor og tóku margir til máls. Mikillar gestrisni nutu prestarnir meSan þeir dvöldu á Gimli, og voru'þeim heimboð haldin hjá þeim séra Sigurði Ólafssyni, Capt. J. Stevens og Pétri kaupmanni Tergesen. Embættismenn Prestafélagsins fyrir næsta ár eru: forseti, séra Rúnólfur Marteinsson; skrifari, séra Sig. Ólafsson og féhirðir, séra Sig. S. Christopherson. Betel.—Fimtudagsmorguninn 31. ágúst heimsóttu prestarnir, sem fundinn sóttu á Gimli, gamalmennaheimilið Betel og héldu þar guðsþjónustu; stuttar ræður héldu þeir séra G. Guttormsson. séra K. K. Ólafson, og séra Adam 'Þ.orgrímsson, en aðrir prestar önnuð- ust um biblíulestur og bænagjörð. Voru guðsþjónustur haldnar á þrem stöðum á heimilinu, til þess að alt heimilisfólkið gæti haft þeirra not. Eét gamla fólkið í ljós mikla ánægju yrir þessari heim- sókn, og ekki var prestunum síður ánægja að því að koma þangað og sjá hve vel fór um þessa skjólstæðinga kirkjufélagsins og meö hve mikilli reglu og myndarskap öllu er stjórnað á heimilir.u. 1 guðsþjónustulok afhenti forseti kirkjufél. Betel 300 doll. gjöf frá Mrs. Guðrúnu Arnason frá Baldur, Man., sem dvalið hefir. þar á heimilinu hátt á annað ár. Framkvcemdarnefnd kirkjufélagsins hélt fund í Winnipeg 28. og 29. ágúst, og tók þá til íhugunar þau mál, er henni voru falin á síðasta kirkjuþingi. Nefndin gjörði ráðstafanir til þess að láta binda allmikið af sálmabókum, og enn fremur að gefa út bráðlega sálmakver handa sd.skólunum; verða í því kveri, auk sálma og ljóða, guðsþjónustu- form sd.skólanna, fræði Eúters hin minni og ýmsar leiðbeiningar viðvíkjandi kenslunni. Enn fremur var samþykt, að selja Minningarrit Jóns Bjarna- sonar og Ben Húr með mjög niðursettu verði. Samþykt var að styðja ungan mann til náms á prestaskóla á komanda vetri. Samkvæmt ákvörðun síðasta kirkjuþings, réð nefndin séra Rúnólf Marteinsson til heimatrúboðsstarfs 6 mánuði, og ráðstafaðr í samráði við hann starfinu fyrst um sinn. Enn fremur gjörði nefndin ráðstafanir til þess að innkalla ó- goldin loforð í sjóði kirkjufélagsins og safna fé til þess að standa straum af því starfi, sem ákveðið hefir verið á árinu. Rætt var um samvinnusamband við önnur kirkjufélög, helzt kirkjufélag Norðmanna eða United Lutheran Church, og er forseta og séra K. K. Ólafsyni falið að undirbúa það mál undir næsta fund nefndarinnar. Skrifari nefndarinnar þetta ár var kosinn séra F. Hallgrímsson.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.