Sameiningin - 01.10.1922, Side 14
302
ViB erum því vaxnir, ef viS höfum lotningu fyrir Guði og sann-
leiksást og foróðurþel. Annars ekki. — En að reyna það?
B. B. J.
II.
Prestafélagsritið, tímarit fyrir kristindóms og kirkjumál.
Ritstjóri: Sigurður P. Sívertsen. Fjórða ár, 1922. Reykjavík.
Þetta nýja hefti af prestafélagsritinu, er með lang-fjöl-
breyttasta móti, og ekki verður annað sagt, en að framför hafi
verið frá ári til árs, síðan ritið byrjaði. Það, hve fjölbreytt
efnið er, sýnir, að íslenzka kirkjan á menn, sem hafa. áhuga á
kirkju- og kristindómsmálum svo viðtækan, að þeir vilja helzt
ekki láta neitt kristilegt vera sér óviðkomandi. Ekki sízt er
vorri íslenzku kristni beggja megin hafsins á því þörf, að kom-
ast i sem nánast andlegt samband við hina starfandi kristni í
heiminum. Virðist það með öðru uppbyggilegu vaka fyrir í
prestafélagsritinu. Okkur íslendingum hefir svo oft i kristin-
dómsmálum hætt við að lenda út í þjark um kenningar, sem
ekki æfinlega hefir verið uppbyggilegt, en við höfum ekki haft
nógan hug á að fylgjast með í því starfi, sem kristindómurinn
hefir hrundið af stað og sem verið er að vinna að á ýmsan hátt
af hinni lifandi kristni. Mér finst prestafélagsritið vilja koma
á meiru jafnvægi í þessu tilliti, en verið hefir. Og finst mér
])að vel farið. Meðferð kenningarinnar verður líka heilbrigð-
ari fyrir áhrif kristilegs starfsanda.
Þá er að minnast á einstök atriði í efni ritsins.
1. Nokkur orð um nýjustu kirkjusameingar-starfsemina,
eftir H. Hoffmeyer stiftprófast, þýdd af séra Skúla Skúlasyni.
Höf. þessarar ritgerðar var einn af fulltrúum Dana á alheims-
mótum tveimur kirkjulegum, er haldin voru í Genf í Svisslandi
1920, og bæði miðuðu að því að endursameina kristnina. Segir
höf. frá mótum þessum, tildrögin, o.s.frv. Upptökin að öðru
mótinu átti enska biskupakirkjan í Vesturheimi, og hafði tekið
að undirbúa það á undan styrjöldinni miklu. “Faith and order’’,
—“trú og kirkjustjórn’’ voru kjörorð þessarar hreyfingar. Hitt
mótið átti einnig upptök sín í Vesturheimi, en það voru hin lág-
kirkjulegu, óháðu krkjufélög, sem áttu upptökin, og er kjörorð-
ið þar “life and work”—“líf og starf”. Þessi tvö mót svara
til tveggja stefna í sameiningarviðleitni nútímans. Önnur
stefnan vill finna sameiginlegan trúargrundvöll, svo kristnin
geti sameinast; hin gengur fram hjá trúarágreiningi, en leggur