Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1922, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.10.1922, Blaðsíða 21
309 gleði og sæla sú, er hann naut, sé nátengd endurminningunni um «m hana. Oft ávarpaði móðir hans hann á þessa leið: “Þú mátt ekki verða líkur bræðrum þinum. Þeir hugsa ein- göngu um virðingu og völd. Þú átt að sækjast eftir sálarfriði. Þú þarft að kosta kapps ,um það, að þroska göfugustu hugsjónir sálar þinnar.” — “Ef þér endist líf til, verður þú helgur maður fSadhu).” Orð, sem góð móðir talar þannig til barna sinna, festa oft undra-djúpar rætur. Svo var samúðin mikil á milli móður og son- ar, að aldrei datt drengnum annað í hug, en það, að ef honum ent- ist aldur til, hlyti það að verða hlutverk sitt. Þegar hann var sjö ára að aldri, hafði hann lært hina helgu bók, Bhagavodgita, — svo mikill og skjótur var þroski hans. fjórtán ára að aldri misti hann sinn bezta jarðneska vin— móður sína. Söknuður hans var mjög sár; segir hann sjálfur, að jafnvel nú, nítján árum síðar, geti hann naumast talað um hana eða þær tilfinningar, sem endurminningin .um hana vekur í sálu hans. Þegar hann talar um hana, verður röddin þíðari en ella, og í hinum draumþíðu, fögru augum hans bregður fyrir leiftri, sem tendrast af báli endurminninganna frá liðinni tíð. Hyggur hann að móðir sín myndi ánægð, ef hún nú vissi hvaða starf hann hefir með höndum. Barátta unglingsins. Sjaldan mun næg áherzla á það lögð, hversu varanleg og djúp áhrif móðurinnar eru á barnið sitt. Fullyrða má það, að það var móðir Sundar Singh, sem mest og bezt hlúði að öllum fegurstu til- finningum i sálarlifi sonar hennar. Frá barnæsku fór hann með móður sinni til allra helgi-athafna þeírra, er tíðkuðust samkvæmt trúarbrögðum Sikhanna. Þótt beiðin móðir væri, kendi hún syni sínum snemma þann sannleika, að trúin og hinar andlegu iðkanir væru meira virði, en alt annað hér í lífi. Snemma fékk hann þá skoðun, að það að verða helgur maður ÓSadhuj, samkvæmt trúarbrögðum feðra sinna, væri hin æðsta sæla á jarðríki. Móðir hans átti svo oft tal við hann um hin dýrlegustu auð- æfi mannshjartans—friðinn. Sem barn fanst honum, að það yrði aðal-ætlunarverk lífs síns, að leita eftir rósemi og friði hjartans. Með það fyrir augum, að eignast þessa sælu, las hann af alhug hinar helgu bækur feðra sinna, en einnig Koran MúhameSsmanna. Lestrarfýsn sveinsins var nærri óslökkvandi. Margoft las hann alla nóttina án hvíldar. En bækur þær, sem hann náði til, voru of- vaxnar skilningi hans, fyltu hjarta hans með löngun eftir einhverjtt öðru. ÍJtþrá og órósemi þrengdu að sálu hans, þegar á æskuárum. Hann leitaði uppfræðslu og aðstoðar hjá helgum mönnum og prest- unurn, en öll slík leit var árangurslaus.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.