Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 22
310 í þessu ásigkomulagi var hann sendur til þess aö læra undir- stöðu-atriði vestrænnar mentunar á trúboðsskóla einum þar í grendinni. Þar heyrði hann daglega lesið í biblíunni. Varð þa5 eingöngu til þess að vekja sterkan mótþróa í sálu hans gegn kenn- ingum hennar. “Hví skyldi eg þurfa að kynnast þessari bók, eg, sem hefi lesið hinar forn-helgu bækur feðra minna, sem öldum saman hafa verið í heiðri haldnar?” Þannig lagaðar spurningar vöknuðu nú til lífs í huga hans. Og þannig talaði hann við jafnaldra sína og skóla- bræður; en þeir urðu, sökum reynslu þeirrar, er gildandi var í skólanum, að kynna sér nýja testamentið og eiga sjálfir eintak af því. En því lengur, sem hann var í skólanum, og þess betur sem hann kyntist kenningum ritningarinnar, því adstæðari varð hann þeim, og þess meiri óhugur hans gegn kristninni; og áður langt leið, varð hann nokkurs konar leiðtogi meðal skólapilta í uppreistn í skólanum.Þá var það, að hann opinberlega reif blöðin úr nýja testamentinu og kastaði þeim síðan á eld. þMieraý. Skýrsla trúboðans fyrir árið 1921. Er eg lít yfir liðna árið, virðast örðugleikar og vonbrigðþ reynslur og mishepnan hópast saman um hverja vikuna og hvern mánuðinn. En þó eru þetta skýjahnoðrar hjá birtunni af gleði þeirri, sem samfara er þjónustu Drottins, út af blessun hans vfir hverri viðleitni og reyndri vináttu, sem í té er látin. Áriðl var ó- vanalegt ár að mörgu leyti. Blasa akrar við ósánir og tækifærin dýrmæt og lokka og biða—ó, hve lengi—eftir liðstyrk að heiman. Eitt ár er nú eftir af fyrsta strafstima þjóns yðar í þjónustu hans, sem er herra sáningar og uppskeru. Finnur hann mjög til þreytu, en gerir þá játningu nauðugur; því aldrei hefði hann búist við bví,. Og væri það ekki fyrir kraft, sem ekki er hans eiginr* nema fyri>- náð bænheyrslunnar, er hann hefir notið, myndi ofraun hins liðna árs hafa riðið honum að fullu. Samt hefir árið verið hið bezta af árunum sex. Guði sé lof og þakkir! Á árinu liafa 33 bæzt við söfnuð Drottins á trúboðsstöðvunum liér—28 fyrir skírn, 3 fyrir ferming og 2 bréflega. Tólf altarisgöngur voru hafðar og voru altarisgestir samtals 242. Okkur hepnaðist að fá leigt all-gott ibúðarhús í útjaðri borgarinnar. Var það sérstakt lán fyrri börnin okkar; því nú geta þau notið frísks lofts og frjáls- ræðis. Vinir í kirkjufélaginu hafa gefið okkur Ford-bifreið, sem okkur hefir þótt vænt um og orðið hefir að miklu liði. Hjónunum, Mr. og Mrs. James, í Springfield, Ohio, erum við mjög þakklát fyrir ágæta myndasýningarvél. Tveir af samverkamönnum okkar hafa veriö mjög bilaðir að heilsu; Mr. Ito í Toyohashi oft sárþjáður síð- an í marz í fyrra. og Mr. Shiina í Chikusa, er varð að hætta vegna

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.