Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.10.1922, Qupperneq 23
311 íæringar, sem byrjuð var í honum og hann hefir verið að losa sig við. Vesæld og þrautabarátta þessara bræðra hefir bætt við okkur verki og valdið armæðu, sem orð fá ei lýst. Auk þess hafa erjur milli safnaðarlima út af smámunum og afbrýðissemi, spilt fyrir sam- komulagi og orðið i einstöku tilfelli til fráfalls frá trúnni, sem við biðjum og vonum að verði þó að eins fyrir tíma. En þrátt fyrir alt þetta, gengur verkið vel og gefur góðar vonir. í>egar við í maí i fyrra náðum í núverandi íbúðarhús okkar, flutti söfnuðurinn í Nagoya sig úr húsi því, er hann hafði verið í, til Yabacho, þar sem við áttum heima og er í miðbiki borgarimai. Okkur finst, að nú sé söfnuðurinn á þeim stað, er kaupa ætti, og þar sem bæri að vera framtiðar-heimili lútersks safnaðar í þessari stór- borg. Eeigphús geta vitanlega aldrei verið nema til bráðabirgða'-. Þar sem söfnuðurinn var áður, var húsrúmið mjög lítið og ónóg. Nú er það að minsta kosti þrisvar sinnum stærra, bæði fyrir guðs- þjónustur og sunnudagsskóla. Auk þess er vængur við húsið, sem notaður er fyrir lestrarherbergi og skrifstofu. Árangurinn af flutn- ingnum hefir orðið presti safnaðarins, séra Takshima, til mikillar uppörfunar. í þessum söfnuði hafa 18 verið skírðir á ármun. Morgun- og kvöld-guðsþjónustur hafa verið sóttar vel. Sunnudags- skólanum hefir farið vel fram. Safnaðarlimir hafa tekið þátt í kenslunni og sýnt mikinn áhuga. Sókn að bænafundum, kenslu- stundum í ensku og aukafundum sýnir, að fundirnir eru enn aðlað- andi fyrir fólk. Hið sameinaða kirkjusöngsfélag hélt í fyrra söng- samkomu á páskunum og gafst vel. Er það nú að efna til annarar stærri. Alt sem hægt er að skýra frá um árangur af starfinu í Toyo- hashi, eru 3 skírnir. Ekki hefir verið unt að ná í hentugan stað þar vegna skorts á leiguhúsum. Svo hefir starfsmaðurinn hér verið frá verki sínu meiri part ársins sökum heilsubilunar, eins og skýrt hefir verið frá. Enn er hann fatlaður maður, og er hér í Nagoya. Fram- tíðarhorfur með verkið í Toyohashi virðist samt sem áður vera góð- ar. Einn af þeim, sem útskrifast í ár úr prestaskólanum, Mr. Toni- inaga, hefir verið kjörinn til þess að taka við verkinu hér og byrjar væntanlega nú um páskaleytið. Hann hélt til hjá okkur hjónunum um jólafríið, og biður nú með óþreyju eftir því að útskrifast, og vonar að fá að verða skipaður fastur prédikari. Á trúboðsstöðinni í Chikusa hafa 5 verið skírðir. Má vel við una, er tillit er tekið til þess, að hópur alvarlega leitandi manna hefir gefið sig fram hér og fær tilsögn í kristindómi. Má við því búast, að margir þeirra láti skírast í nálægri framtíð. Auk þess er þetta að eins annað ár starfsins hér. Verkið hefir líka liðið mikið við veikindi Mr. Shiina, umsjónarmanns þess. Hann er mjög efnilegur ungur maður og áhugamikill. En við áttum því láni að fagna, að hafa mann við hendina, er fús var til að hlaupa undir bagga og taka aö sér verk Mr. Shiima, á meðan hann væri á heilsuhæli sér til heilsubótar. Maðurinn heitir Mr. Oguchi og er meðhjálpari

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.