Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1914, Page 2

Sameiningin - 01.04.1914, Page 2
5° Krist, og læra að minnsta kosti undirstöðuatriðin í því að sýna honum hollustu, sem er meistari vor allra. Ekkert er áreiðanlegra en það, að sá maðr, sem snýr baki að Jesú, getr með engu móti öðlazt skilning á þeim efnum, er snerta krossinn. En ef maðr aftr á móti er byrjaðr á því að þjóna Jesú, þá kemr smátt og smátt upp í liuga lians sú þakklætistilfinning til lians, sú revnsla fvrir mætti hans til að leiða menn til föðursins, og sú meðvit- und um eigin fátœkt sína og ófullkomleik, sem er nauð- synlegt skilyrði þess að geta liugsað rétt um það efni. Eg tek það því frain, að mér kemr ekki til hugar að ætla, að þessi ritgjörð sannfœri þá, sem eingöngu og af ásettu ráði líta á kristindóminn utan-að. Minna má á þessi orð Jesú sjálfs: „Ef sá er nokkur, sem vill g-jöra vilja lians, hann mun, að því er kenninguna snertir, komast að raun um, hvort liún er frá guði.‘ ‘ Vór skulum varast þær útskýringar á friðþæging- unni, sem fara of langt. Eóttilega lítum vór með grun- semd á allar þær kenningar, sem eru svo Ijósar, einfaldar og einsog sjálfsagðar, að vér spyrjum sjálfa oss ósjálf- rátt, er vér höfum lesið þær, hvernig á því geti staðið, að jafn-einfalt mál skuli hafa getað vafizt fyrir mestu gáfu- mönnum kristninnar á öllum öldum. Hvað sem aunars verðr um friðþæginguna sagt, þá er liún staðreynd, sem vekr undrun. Ósjálfrátt erum vér oss þess meðvitandi. að í friðþægingunni sé eittlivað óendanlegt, eitthvað eins djúpt og guð sjálfr, svo ef einliver þykist hafa skilið liana xit-í æsar, þá sýnir liann með því, að lionum liefir skjátlazt. Ekkert annað en það, sem er meira öllum mannlegum útreikningi, myndi geta gjört grein fvrir liinu óskiljanlega böli syndarinnar. Tóm rökfrœði ræðr ekkert við syndiua. Hún getr eklci meira en það, að fullvissa oss um, að aflið, sem lífinti stjórnar, er almátt- ugt, og að undan því verðr ekki komizt, og að liver sá maðr, sem verulega gjörist andstœðingr vilja hans, sem öllum er œðri, hlýtr óhjákvæmilega að farast. Og ef nú kristinn maðr veit þrátt fyrir allt, að hann er kominn í sátt við guð fyrir dauða Jesú, svo að almættið óumflýj- anlega, sem hafði áðr verið honum œgileg ógnun, er nú

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.