Sameiningin - 01.04.1914, Qupperneq 5
53
fordœmingar-orÖ upp yfir vonzkuuni. En alvarlega
hugsandi menn vita vel, að fjandskaprinn gegn ]>ví, sem
illt er, verðr að koma fram ekki aðeins í orðum. Vér
verðum að spyrna á móti því með því að ganga á hólm
við þa,ð með gjörvöllu lífi voru, gjörast þröskuldar í vegi
þess, hvað sem það kostar, og kasta oss út-í skýlausa
dauða-hættu til þess að stemma stigu fyrir framgangi
þess. Þannig breytti Kristr. Hann heitti ekki ofbeldi,
barði ekki vonzkuna niðr með ofbeldi, hefndi sín ekki í
reiði. En liann sýndi, að hann var andstœðr liinu illa á
þann ótvírœðasta hátt, sem hugsazt gat, — með því að
ganga í hendr vondra manna og láta þá gjöra út-af við
sig. Hann leyfði syndugum mönnum að svala á sér
hatri sínu út-í æsar, og sýndi með því, að liann var al-
gjörlega takmarkalaust andstœðr og fráhverfr vonzk-
unni. Lengra getr heilagleikinn ekki komizt. Um það
hefir þetta verið sagt: ,,í heilagleik guðs er algjör
fjandskapr gegn vonzkunni, sem ekki getr auglýst sig
fullkomlega með því einu að refsa, heldr verðr, til þess
að auglýsa sig fyllilega, að leyfa hinum syndspillta vilja
að koma fram á sér. Kristr liefir sjálfr hjálpað oss til
að sjá, að það lilýtr svo að vera.“
Vér höfmn nú séð, að áfellisdómrinn óraskanlegi
vfir syndinni og þá um leið fullnaðar-auglýsing guðlegs
réttlætis, birtist í krossdauða Ivrists, í þeim skilningi, að
syndin flettir þar ofan-af sjálfri sér, og enn fremr, að
Jesús sýnir með því að láta lífið, að hann er í fyllsta
skilningi henni andstœðr. En svo má líka líta á þetta
frá enn einu sjónarmiði. Syndin er fordœmd á krossin-
um sökum þess, að vér sjáum þar, hvernig þjáning er
lienni óhjákvæmilega samfara samkvæmt ráðstöfun guðs.
Hér mun mönnum, að ætlan minni fiunast, að mesta
erviðleikanum sé að mœta. Eeynum þá að gjöra oss
grein fyrir, í liverju sá erviðleiki í raun og veru er fólg-
inn. Yér höfum reynt að gjöra oss grein fyrir því,
livernig krossinn táknar algjöra fordœming vfir synd-
inni. Og þá er ekki óeðlilegt, að menn spyrji: Hvernig
getr á því staðiÖ ? Sé á annað borð syndin fyllilega for-
dœmd, þá Iilýtr það að vera guð, sem kveðr upp þann