Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1914, Side 9

Sameiningin - 01.04.1914, Side 9
57 Eg sagði rétt hér á nndan, að fyrirgefning gæti að- eins komið fyrir þjáning. Það sjáum vér vissulega í mannlegu lífi, þarsem það er bezt og göfugast. Þér getið leitað í bókmenntum heimsins, eða lífsreynslu manna, án þess að finna nokkurt eitt dœmi mikillar fyr- irgefningar fyrir mikla misgjörð—manna á milli eða karla og kvenna á milli — þarsem sættin komst ekki á fvrir djúpan sársauka á báðar liliðar, en sérstaklega bjá þeim, sem fyrirgaf. Þar lendir ávallt mesti þunginn. Er þá nokkur sennileg ástœða til þess, að vér beimfœr- mn ekki þennan sannleik upp-á guð og notum hann til þess að gjöra oss skiljanlegri afskifti guðs af oss? Eigum vér ekki að gjöra oss grein fyrir guði í samrœmi við það, sem vér þekkjum göfugast lijá mönnum ? Hví skyldi það þá talið ótrúlegt, að guð fari svona að því að veita fyrir- gefning, ekki með því að lýsa yfir því fyrirbafnarlaust að syndin sé fyrirgefin, sem aðeins myndi verða til þess að skaðskemma samvizku vora, heldr með því að leggja sjálfan sig fram fyrir oss til fórnar af kærleik þeim, sem glóir af eldi heilagleikans, og bungrar og þyrstir eftir því að taka syndara í sáttf Á þennan hátt er nú fram leitt fullkomnara mannlegt siðgæði, sem einsog sagt befir verið, er í því fólgið, að „og samkvæmt því munu menn verða fljótir og einbeittir í því að reiðast binu illa, en í stað þess að refsa binum brotlega barðlega og með reiði, munu þeir, sem brotið er mót, lieldr líða bans vegna.“ Eigum vér að banna guði að gjöra það, sem beztn menn gjöra? Hver vill verða til þess að segja honum, að það sé rangt og ógjörlegt fyrir hann að gjöra þetta fyrir hina seku menn, sem vinr gjörir svo fúslega fyrir vin sinn og móðirin fyrir barnið sitt ? Hver vill setja nokkur takmörk fyrir ]>ví, hvað faðirinn má leggja mikið í sölurnar? Það mætti nú reyndar segja, að ef kærleikr guðs er þannig uppspretta allrar endrlausnar, þá sé krossinn ó- þarfr og sáluhjálp manna tryggð án Iians. En nú höfnm vér einmitt sýnt fram-á það, að krossinn er nauðsynlegr fyrir guð sjálfan, úr því að kærleikrinn verðr að líða um leið og hann fyrirgefr. Friðþæging er óbjákvæmileg,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.