Sameiningin - 01.04.1914, Blaðsíða 30
78
um spekingssvip—. „og þaö eru 29 dagar í Febrúar; þeir voru ekki
nema 28 í fyrra. LítiS þið á.“
Systkinin fóru öll að athuga þetta merkilega fyrirbrigöi á al-
manakinu, sem hékk á veggnum.
„En livað það er gaman!“ — sagöi Sigga. „Við ættum endilega
aö halda upp-á þennan merkilega dag.“
„Eg sting upp.á, að við höfum picnic“—sagði Stina.
„En sú vitleysa“—sagði Nonni; — „picnic um hávetr ! Við skul-
um heldr reyna að hafa „turkey" í miödegisverð."
„Nei, heyrið þið“—sagði Sigga—, „við skulum heldr reyna að
gjöra eitthvað fallegt fyrir einhvern; — það fallegasta, sem okkr
getr dottið í hug.“
„Látum svo vera“—sagði Tommi, heldr dræmt. „Eg ætla þá
engri hurð að skella allan daginn. Fólkinu kemr það líklega eins
vel og nokkuð annað.“
„Og eg ætla ekki að þræta við neinn“—sagði Nonni, og þóktist
gjöra vel.
„Og eg ætla ekki að stríða henni Siggu“—sagði fjörkálfrinn
hún Stína litla.
„Og eg ætla ekki að meina öðrum að leika sér að því, sem eg
á“—sagði Sigga, og leit með hálfgjörðum áhyggju-svip þangað sem
brúðurnar hennar voru; því henni var mjög sárt um þær, og yngri
systkinin voru ekki alltaf sem mjúkhentust. ,,En þetta er allt saman
eitthvað, sem við ætlum ckki að gjöra; við skulum reyna að finna
eitthvað sem við œtlum að gjöra. — Þey! þarna kemr mamma.“
Morguninn eftir voru þau öll komin óvenjulega snemma á fœtr,
því þeim fannst alveg ófœrt að láta nokk'uð af þessum merkilega
„auka-degi“ fara til ónýtis. Og óðar en þau voru komin í fötin fóru
fóru óvenjulegir atburðir að gjörast þar á heimilinu.
Það var laugardagr. Og þegar mamma ætlaði að fara að
kveikja upp eld til að baka, var eldiviðar-kassinn fullr af góðum
þurrum eldivið, án þess hún hefði nefnt það við nokkurn. Hana
hafði ekkert grunað, af því að Tommi hafði ekki skellt kjallara-
hurðinni, þegar hann fór niðr til að kljúfa spýtrnar.
Meðan brauðin voru í bökunarofninum, var Sigga á ferðinni
með rykþurrkuna inní stofu; — Nonni og Stína þurrkuðu rykið af
stólum og borðfótum.
Þetta var lang-bezti laugardagrinn, sem mamma hafði lengi átt.
„Það hlýtr að vera af því að þið börnin hafið verið svo dugleg
að hjálpa mér“—sagði hún, þegar þau voru að borða kvöldverðinn;
og systkinin hnipptu hvert í annað undir borðinu, og héldu, að enginn
tœki eftir því. „Það virðist líka hafa legið svo vel á öllum í dag;
eg hefi ekki heyrt eitt einasta ónota-orð. En að hverju eruð þið að
hlæja? Hér hlýtr að vera eitthvert leyndarmál á ferðum.“
Svo sögðu þau henni alla söguna. Og Sigga bœtti við með
miklum raunasvip: „Eg vildi óska, að við þyrftum ekki að bíða
fjögur ár eftir næsta auka-degi.“