Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 5
85 Við útför dr. Jóns Bjarnasonar. 9. JÚNÍ 1914. Eftir séra Bjöm B. Jónsson Drottinn gaf og drottinn tók, lofað veri nafn dorttins.—Job. 1, 21. Hátíðlegri stund liafa Islendingar í Vesturlieimi ekki iifað, lieldur en þessa stund, þá dr. Jón Bjarnason er borinn lík til grafar. Aldrei liefir sorgin náð jafn-langt í allar áttir. Það er víst óliætt að segja, að „nú reikar liarmur í húsum, en brygð á þjóðbrautum” í öllum bygð- um Islendinga í álfu þessarri. Og heim að ströndum liins elskaða ættlands mun sorgin einnig berast og hlý- hugur aftur þaðan streyma liingað vestur að gröfinni, og mynda nýja brú milli landa, En þrátt fyrir það, að sorgar-skýið sveipar þjóðflokk vorn í dag, þá skín sólin óvenjulega bja.rt í gegn um skýið og ber dýrðlega birtu á veg vorn. Það er í rauninni óvenjulega bjart uppi yfir í dag og gleðin yfirgnæfir. 1 orðum textans erum vér ámintir um að lofa nafn drottins, og sannarlega ætti oss öllum nú að vera ljúft að lofa drottin, hefja lielgan lofsöng í Jesú nafni við lík- kistu vors elskaða vinar. Dagur þessi ætti að vera fyrst af öllu heilög þakkar-hátíð, og vér ættum allir að færa þakkarfórnir að altari drottins, þakkandi guði kærleik- ans fyrir liið mikla og góða, sem hann gaf oss með manni þeim, er vér með lotningu berum nú til grafar, og fyrir líf hans og starf; þakka guði fyrir það, að hann gaf, og svo líka fyrir það, að liann tók, — tók hann frá þján- ingum og þrautum í eilífa sælu og dýrð. Drottinn gaf.—Ekki verður liér á lítilli stundu alt það talið, sem drottinn gaf, er hann gaf oss séra Jón Bjarnason, jafnvel ekki nema fátt eitt af því, sem hann gaf oss sameiginlega, livað þá það, sem hinir mörgu einstaklingar liafa þegið, sem notið hafa blessunar af lífi hans. Þá þakkarfórn verður hver um sig að bera fram fyrir guð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.