Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 27
107
stjóri í Reykjavík, Katrín og Vilhjálmr. í annah sinn kvæntist hann
1869 og gekk aS eiga Margrétu Pétursdóttur, og eru þeirra börn:
Halldóra kennari, Björn bankagjaldkeri, Pétur smiöur og Karl far-
andsali, öll hér i álfu. Til Ameríku fluttist Schram 1873 og dvaldist
fyrst í Milwaukee. ÁriS 1879 kom hann alfarinn til Minnesota og
nam land í Lincoln County, þarsem íslenzka kirkjan stendr nú. Til
Minneota-bæjar fluttist hann 1884 og hefir þar búið ávalt síSan,
samfleytt 30 ár. Kona hans, Margrét, dó i Júní 1905. Kristján
Schram var merkur maöur fyrir marga hluti og mun hans lengi minzt
i Minnesota.
Margrét Mgnúsdóttir.—-AS heimili Árna S. Jósephssonar, skamt
frá Minneota, andaöist 6. Marz s.l. ekkjan Margrét Magnúsdóttir, á
78. aldursári. Fædd var hún í Hjalthúsum í ASaldal í Þingeyjar-
sýslu, hafSi veriö gift Jónasi Ólafssyni og búiS meö honum á Berg-
stöSum í Reykjadal. Ekkja hafSi hún veriS meir en fjörutíu ár.
Lifandi börn hennar eru: GuSrún, gift kona á Islandi, Jónína, gift
hr. Indriða Jónatanssyni i Edmonton, Þórhildur, kona Sigurðar Sig-
urössonar í Nýja íslandi, Ármann, búsettur í N.-Dakota, og SigríSur,
kona Árna S. Jósephssonar í Minnesota. 1 Ameríku hafSi hún veriS
14 ár, fyrst í Selkirk, en lengst hjá dóttur sinni í Minnesota. Mar-
grét sál. var góS kona og vel kristin.
Jóhanna Straumfjörð Eggertsson,
Jóhanna Kristbjörg StraumfjörÖ,
seinni kona herra ölafs Eggertssonar,
773 Simcoe Str. Winnipeg, andaðist 3.
Marz s. 1., á Grace Hospital, úr líf-
himnubólgu, að nýafstöðnum barns-
burði, rúmra 29 ára að aldri. Hafði
verið gift manni sínum tæp 2 ár. Hún
var jarðsungin frá kirkju Fyrsta lút.
safnaðar í Winnipeg, að viðstöddum
fjölda manns, o^ flutt til Selkirk, og
jörðuð í grafreit íslenzka safnaðarins
þar. Hin látna var vel-kristin kona.
Halði. frá því að hún var unglingur,
opna sál fyrir orði kristindómsins, og
var ávalt starfandi með í kristilegu ög
kirkjulegu félagslífi. Virtist af alhug að vera með öllum kristindóms málum.
Hún bjóst kristilega við dauða sínum, naut sakramentisins skömmu áður en
hún dó, kvaddi ástvini sína, og sendi fjarlægum vinum kveðju með játning
um að hún sjálf hefði unniðsvo lítið dagsverk og með áminning til þeirra um
að nota daginn sinn betur en hún. Guð blessi minning hennar. N S.Th.
Sigurvcig Johnson, eiginkona John W. Johnsons i Minneapolis,
stjúpdóttir Jóns Eyjólfssonar í Minneota, andaöist í St. Peter 7.