Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 21
101
Séra Jón átti hvað eftir annaö í sáru sjúkdómsstríöi. Skömmu
eftir 1890 var hann rétt kominn í dauöann, fór þá undir hvern upp-
skuröinn eftir annan, en fékk á endanum all-góða heilsu.. Nokkrum
árum seinna fékk hann lungnabólgu og var þá talinn af, en komst
þó til heilsu. Ekki leið samt á löngu eftir það, að hann kendi þess
sjúkdóms, sem að síðustu leiddi hann til bana.
Heimili þeirra hjóna var hið ánægjulegasta, enda voru þau að-
dáanlega samtaka og studdu og styrktu hvort annað. Heimilið var
ávalt uppspretta hjálpsemi og alls annars, sem gott var, eftir þ\i
sem þau frekast höfðu mátt til. Margir höfðu þar heimili sitt, þeg-
ar þeir voru fyrst að kynnast þessu nýja landi. Sá, sem þetta ritar,
naut góðs af þessu heimili og tilheyrði því um fjögra ára skeið, frá
því hann var 14 ára. Sú hjálp gjörði honum það mögulegt, að kom-
ast áfram til skólamentunar, sem annars hefði líklega ekki orðið.
Að leggja fram ágæta hæfileika og fórna þeim í hinni dýpstu
einlægni á altari þjóðar sinnar og kirkju, var æfistarf dr. Jóns
Bjarnasonar.
Viðurkenningu margvíslega hlaut hann á lífsleiðinni, einkum á
hinum síðari árum, en mest af öllu frá hans eigin safnaðarfólki.
Hvað eftir annað sýndi það honum á ýmsan hátt heiður. Ekki er
það ofsagt, að allir, sem þektu hann, hafi borið virðingu fyrir hon-
um, hvort sem þeir voru á sama máli og hann, eða á gagnstæðri
skoðun.
FERÐAMINNINGAR.
Hugleiðingar um eitt og annað, sem bar fyrir augu og eyru á
ferðalagi um byggðir Islendinga við Manitoba-vatn
í Janúar-mánuði síðastliðnum.
Eftir séra Jóliann Bjarnason.
(Framh.)
Járnbrautarlestin var rétt að renna inn til Mulvihill, þegar við
vorum komnir upp í sleðann og vorum i þann veginn að keyra á
stað. Lestin kom að norðan og var á leið til Winnipeg. Þetta er
hennar vanatími að fara um á suðrleið á stöð þessarri. Hestr Krist-
jáns var, einsog hestar voru hér áðr í Nýja íslandi og víðar, óvanr
járnbrautarlestum. Bjuggumst við við, að það mundi standa heima,
að þá er við kœmum að vegamótunum, þarsem við áttum að fara
yfir járnbrautina, þá myndi lestin þar komin og trylla fyrir okkr
hestinn. Vorum við því að hugsa um að fara hœgt og lenda ekki