Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 8
88
liver styrkur oss var af því, að koma til lians. Hann blés
oss öllum anda í brjóst, og hann leiddi oss nær guði og
frelsaranum. Og sama er að segja um aðra vini lians.
Hve dýrmæt guðs gjöf það var, að eiga liann að vini. Þar
fundum vér sannan mann, sannan Israelíta, sem engin
svik bjuggu í. Því nær sem vér komumst bjarta lians,
því meir lilýnaði oss um vorar eigin lijartarætur, og því
betur fundum vér til þess, live gott það er, að vera góður
maður. Eg held ómögulegt liafi verið að vera vondur
maður í nærveru séra Jóns Bjarnasonar. Það fór hver
maður af lians fundi betri maður og lireinni í bjarta.
Hann var hetja og bardagamaður, en svo barnslegt
lijarta bar liann í brjósti, að nakunnugur befir sagt, að
viðkvæmara bjarta bafi bann ekki þekt bjá neinum karl-
manni. Iiann var stórlyndur maður, en þó allra manna
sáttfúsastur.
Því nær sem dregur helgidómi lijarta lians, því meir,
sem vér nálgumst hið allra lielgasta í lífi bans, því ljós-
ara verður oss það, að á þeim stað getum vér ekkert tal-
að, þorum þar ekkert að snerta. Helgidóminn, sem ást-
vinir bans áttu hjá honum, konan lians og börnin bans —
fósturbörnin, sem liann gekk í föður stað — nálgumst vér
með dýpstu lotningu. Það ástríki, sú trygð, sá hreinleiki,
er svo dýrðlegur lielgidómur, að j>ar má ekki tala, beldur
einungis íliuga og blessa. Drottinn gaf. Ó, live dýra gjöf
gaf yður drottinn, kæru syrgjandi ástvinir! Hversu inn-
dælt að ininnast þess og þakka það.
Já, drottinn gaf, — gaf þjóð vorri ágætan son, gaf
kirkju vorri trúfastan hirðir, gaf öllum oss hjartfólgin
vin. Fvrir það viljum vér allir í Jesii nafni lofa drott-
in.
Og drottinn tók.—Fyrir það skulum vér einnig lofa
nafn drottins. “Oss þykir þungt að skilja, en það er
guðs að vilja, og gott er alt, sem guði er frá”. — Og þó
vér söknum lians og grátum liann, þá ber oss öllum að
fagna, fagna yfir þvi', að drottinn tók, drottinn tók liann
til sín, liurt frá sjúkdómi og eymd til heilsu oggleði. Hví
skyldum vér ekki fagna yfir því að foringi vor er geng-
inn inn til yfirforingjans til að meðtaka sigurlaunin?