Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 18
98 annað starf í vændum, sagSi hann stöðunni upp; en brátt rættist úr því. Honum bauSst þá að veröa ritstjóri norska blaösins “Bud- stikken” í Minneapolis í Minnesota-ríki. Þá stöðu þáöi hann og þar féll honum vel. Um það segir hann sjálfur í “Sjálfsvörn” sinni ár- ið 1909: “Geðjaðist mér starf þaö vel, þótt eg, einkum fyrst í staö, yrði aö leggja ákaflega mikið á mig. Þar lánaðist mér loks að ná ágætu samkomulagi við þá, er verk mitt var einkum unnið fyrir, og kjör mín voru einnig að öðru leyti góð. Þarna undum viö konan mín hag okkar mætavel — aldrei á æfinni, hvorki fyr né síðar í jarð- rVesku tilliti, betur en þar, og aldrei eins vel”. En sá tími leið undur fljótt. Eftir lítið meira en árs dvöl í Minneapolis, var hann kvadd- ur til kennimannlegs starfs í hinni nýstofnuðu bygð tslendinga á vesturströnd Winnipeg-vatns, Nýja íslandi. Til þess að kynnast ásigkomulagi þar norður frá, tókst hann ferð á hendur, út-af þess- ari köllun, norður til þessara landa sinna um miðsumars-leyti árfö 1877. Bólusýkin hafði geysað þar veturinn áður, og þegar hann kom, var sóttvörðurinn ekki upphafinn, en það varð meðan hann dvaldi þar. En út-af þessu og mörgu öðru var ástandið þar hið hörmulegasta. Hvergi hefir frumbýlingsskapurinn meðal Islendinga í Ameríku, verið eins átakanlegur. En inn-í þetta eymdalíf, burt frá þægilegum lífskjörum, afréðu þau hjónin að fara. Hann sagði upp ritstjórastöðunni, og þetta sama haust, 1877, lögðu þau af stað; ferðuðust með járnbraut til Fisher’s Landing við Rauðá, þaðan með gufubát til Winnipeg, urðu þar að biða svo lengi eftir farangri sín- um, að þegar ferðinni var haldið áfram, þá á lélegum flatbotna '‘döllum”, svokölluðum, komust þau ekki vatnsveg lengra en til Low- er Fort Garry, sem þá var kallað Stone Eort, fjórar mílur fyrir sunnan Selkirk-bæ. Þá fraus áin, og urðu þau þar að skilja eftir alt, sem þau höfðu með sér, að undantekinni einni kistu með nauðsynleg- ustu fötum. Farangur sinn, og þar í voru svo að segja allar bækur séra Jóns, fengu þau iekki fyr en í Febrúar um veturinn. Þegar til Nýja Islands kom, settust þau að á Gimli, í bjálkakofa, með moldar- þaki og moldargólfi. Seinna fengu þau dálítið betri húsakynni, en fátæktarlífi óskaplegu lifðu þau allan þann tíma, sem þau voru í Nýja Islandi, en það voru hérumbil þrjú ár. Fólkið var svo skelf- ing fátækt, að það sjálfsagt gat ekki látið þeim líða betur en raun varð á. Á þessum árum var séra Jón sí og æ á ferðinni fram og aftur um alla bygðina, oftast fótgangandi. Þessu tímabili tilheyrir mjög andrík deila milli þeirra prestanna, séra Jóns og séra Páls Þorlákssonar, sem þá var einnig í Nýja ís-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.