Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 23
103 .-skipaöa mannabygð. Hve blómleg sú bygö á fyrir höndum aö veröa, skal eg hins vegar ekki um segja. Klukkan nokkru eftir io f. h. vorum viö að nálgast býli eitt, •ekki stórt, en nógu snotrt, og stakk Kristján upp á, aS viS stœöum þar viS stundarkorn til aS láta okkr hlýna; þetta væri viSkomu- staSr ferSamanna og allir þar því velkomnir. ÞaS varS úr, aS viS gjörSum þaS. Keyröum heim, breiddum yfir klárinn, hypjuSum •okkr inn-í hús, og aS ofni, sem stóS á miSju gólfi. HúsiS var allt ■eitt nokkuS stórt herbergi. Þótti mér furöa, aö meS svo smáum húsakynnum væri auöiö aS taka á móti ferSamönnum, ef til vill mörgum í einu. En ferSamenn verSa aS gjöra sér margt aS góSu. HúsaskjóliS er auövitaS fyrir öllu. Var mér sagt, aS stundum væri svo mannkvæmt þarna, aS gólfiö væri alþakiö sofandi mönn- um, og aS þeir ferSalangar, sem kœmi ekki fyrr en eftir háttatíma — einsog stundum ber viS — væri i vandræSum aS geta holaö sér niSr innan dyra. Hinsvegar nóg rúm fyrir hesta, og þaS kunna feröamenn æfinlega aS meta. LÍSi hestunum vel, gjöra þeir sér •■•flest annaS aS góSu. HúsráSandi og fólk hans var rétt aS ljúka viö morgunverS, þegar viS komum inn. HafSi seint veriö gengiö til náöa kvöldiö fyrir. Feröamenn einhverjir veriö þar og setiö viS spil fram-á nótt. HeimilisfólkiS var aöeins fernt: roskinn maör, Babcock aS nafni, dóttir hans um tvítugt, og tveir drengir töluvert yngri. Allir landar norSr þar þekkja gamla Babcock og heilsa honum meS nafni. Svo gjörSi Kristján í þetta sinn og var karl hinn kumpán- legasti, bauS okkr til sætis og baö okkr dvelja svo lengi sem viö vildum. Brátt barst í tal, hver eg væri og hverra erinda eg væri ikominn þangaö norör. KvaS karl fátt vera um ferSir presta þar norör frá, enda myndi þeir lítt velkomnir, því flest fólk þar væri nærri eSa alveg trúlaust. ,,Eg hefSi aldrei hugsaS, aö íslendingar væri svor.a“—sagSi hann; ,,ef minnzt er á drottinn Jesúm Krist viö þá, þá reka þeir upp hlátr!“ Virtist mér sem honum þœtti trú- levsi landa vorra, sem hann þekkti, gengi fram-úr öllu hófi og vera til stór-minnkunar. AS ööru leyti var honum mjög hlýtt til íslendinga. Fór hann aS segja mér, aS seinni kona sín — dáin fyrir nokkrum árum — heföi veriS íslenzk. Er stœkkuö mynd af henni þar á veggnum, og kvaS karl sýna hverjum íslendingi, sem kemr þar í fyrsta skifti. „ÞaS var nú góS kona, og hún var trúuS kona“ — sagSi gamli maSrinn þýtt og innilega, sem bar vott um, aö hann sæi eftir henni. Börn hans, sem þarna voru, eru seinni konu börn hans og því hálf-íslenzk aS ætt. Eru þau öll myndarleg og útlits- góö, stúlkan fremr fríö sýnum og drengirnir geSslegir piltar. Enga íslenzku munu þau kunna. Enskan ein þeirra tungumál. MeS ]>essum börnum sínum býr karl þarna og farnast vel. Hvort þaö getr gengiö ár frá ári hér eftir getr veriS efamál. Eitthvert hug- boS fékk eg um þaS, aS karl gæti þá og þegar tapaS þessarri lag- legu dóttur sinni frá ráöskonustörfunum. Tveir ungir menn þar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.