Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 24
104
úr nágrenninu komu meöan við stóðum við. Annar þeirra ungr
einbúi, virtist mér gefa stúlkunni œrið hýrt auga og hún honum
aftr á móti. Raunar var maðrinn mjög hœgr og hálffeiminn, en
þessum vingjarnlegu augnaráðum var skifzt á þrátt fyrir það.
Verðr karl, ef til vill, að gjöra sér það að góðu, að þessi myndar-
lega dóttir hans einhvern góðan veðrdag segi af sér ráðskonu-
starfinu og gjörist húsfreyja hjá einhverjum ungum einbúa þar í
nágrenninu. Hvað gamla Babcock leggst þá til með bústýru, er ekki
að vita.
Þegar við Kristján höfðum ornað okkr eins og þurfa þótti, var
lagt á stað aftr. Veðrið var hið sama og áðr, norðan- eða norð_
vestan sveljanda stormr og frost, en fjúkið minna, eða nær því
ekki neitt um stund. Fyrsti landinn, sem við mœttum nú á vegin-
um, var Jón Aðalvarðr, sonr Guðmundar Hávarðssonar í Siglunes-
byggð. Er hann maðr fatlaðr, hefir misst annan fótinn um mitt
lær, en hefir svo haglega gjörðan fót, að hann gengr og fer allra
sinna ferða án þess að hafa staf eða hœkju. Er enda tápmikill og
hraustr að öðru leyti. Hann gengr að allri vinnu einsog þeir, sem
heilir eru. Var þarna með hesta og œki og hafði farið svo hratt,
að samferðamennirnir höfðu dregizt aftr-úr. Hann hafði stríð-
alda hesta, er vildu ólmir áfram. Töluðum við ofr litla stund við
Jón Aðalvarð og héldum því næst áfram. Einum tveim eðr þrem
mílum lengra áfram mœttum við samferðamönnum Jóns Aðalvarð-
ar, sem verið höfðu, en það voru þeir Gunnlaugr bróðir hans og
Jónas Kr. Jónasson, bóndi og kaupmaðr við Dog Creek. Jónas
var áðr fyrrum í Dakota. Bjó þar á Sandhæðunum, fyrir sunn-
an Akra. Ef eg man rétt, hafði Jónas þar fremr lélegt land og
átti því örðugt með að komast þar í efni. Nú er hann talinn sterk-
efnaðr maðr, og nýtr hylli og virðingar í byggð sinni.
Þegar við höfðum skrafað stundarkorn við Jónas Kr. Jónas-
son og fengið leyfi hans, að svo miklu leyti, sem í hans valdi stóð,
sem eins skólanefndarmannsins í Siglunesskóla-héraði, til að nota
skólahúsið fyrir guðsþjónustu næsta sunnudag, var enn haldið
áfram ferðinni. Til manns eins þar í þjóðbraut, að vetri til, er
Asgar Sveistrup heitir, ætlaði Kristján sér að koma, hvila þar
klárinn sinn og hressa upp-á hann. Við myndum og sjálfir þurfa
einhverrar hressingar. Ekki þó „í staupinu". Hvorugum okkar
Kristjáni kom nokkuð þessháttar til hugar. Hvorugr okkar er neinn
vinr Bakkusar. Sú „hressing" er líka óðum að fara ur móð. Hefir
verið í tizku helzt til lengi. — Gleöilegt til þess að vita, hve rösk-
lega er nú víða gengið að því verki, að gjöra áfengisverzlunina
—þessa svívirðu þjóðanna—ræka úr landi. Ekki laust við háðung,
að stjórn þessa fylkis skuli bæði leynt og ljóst halda verndarhendi
yfir þeirri skömm. En Bakkus er duglegr, þegar út-í kosninga.
orrustu er komið; brýst þar i gegn, sem engum öðrum er fært.
Smýgr þar inn, sem enginn annar kemst. Brýtr þar niðr hervirki,
sem ekkert annað afl fær unnið. Og þegar um vini hans er að