Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 22
102 í of miklum kunningskap viS eimreiSina: þetta „másandi, hvásandi, grenjandi gufuljón”, sem átti að fara “öskrandi um Frón”, eftir því sem sagt var í sniðugri skemmtiritgjörö i “Sunnanfara” hér á ár. unum, eftir Þorstein Gíslason, þarsem hann lét svo sem járnbraut væri komin á íslandi og allt í uppnámi, þegar fyrsta lestin rann á staS. Átti þá hraustlega orSað kvæði eitt að hafa komiS á gang, eignað Hannesi Hafstein, er byrjaði eitthvað á þessa leiS: “ Öskrandi fer um Frón, másandi, hvásandi, grenjandi gufuljón.“ Nei, viS vildum síðr, aS fundum okkar og ,,grenjandi gufuljónsins“ bæri alveg saman. En “ljónið” fór sér ofr hœgt. Var spakara í þetta sinn en þaS er að eg hygg vanalega á Mulvi-hill. Tókum við því þaS ráð að hotta á k'lár okkar og verða á undan lestinni fram- hjá brautamótunum. ÞaS gekk allt ákjósanlega. Klárinn teygði það vel úr sér, aS við höfðum meira en nœgan tíma aS verSa á undan lestinni aö vegamótunum og yfir þau, og keyrðum á leiS vestr þaðan hinir hreyknustu. VeSr var fremr kalt þennan dag, norövestan-stormr meS tals- veröu frosti og fjúk nokkurt. Akbrautin virtist mér œöi-krókótt og vandrötuö, en svo virðist manni vegir oft vera þarsem maSr er ókunnugr. Kristján var kunnugr leiöinni og bar ekki á, aö krók- arnir á veginum fengi honum neinnar áhyggju. Brátt fórum við aS mœta mönnum á veginum; sumt voru Islendingar, sumt annarra þjóöa menn. Þegar íslendingi var mætt, var staöið viS og skifzt á nokkrum orðum, spurt almæltra tíSinda o. s. frv. Þegar hinum var mœtt, var síSr staldrað viS, stutt kveSja ein talin nœgja. Ein- hver fyrsti íslendingrinn, sem við mœttum þarna, var Framar J. Eyford, póstafgreiSslumaðr aS Siglunesi. MeS honum var ung- lingsmaör, sem eg man ekki hver var. Framar er skrafhreifr vel, greinilegr og hinn kumpánlegasti. Nokkru vestar á veginum mætt- um við FriSfinni Lyngdal, sem býr vestan við Dog Lake, í nánd viS Oak View pósthús. FriSfinnr er EyfirSingr aS ætt, maðr miðaldra, röskr og ötull, kemr vel fyrir. Er viðfelldinn maðr og lítr út fyrir að vera drengr góSr. LandiS vestr af Mulvihill er svipaS því, sem víðar er í norSr- hluta Manitoba, flatt, fremr lágt, flákar af espivið víSa og gras- flesjur á milli. Eldr hefir farið þar yfir fyrir fáum árum og gjört mikinn usla, brennt jarðveginn víSa í burtu niSr-i leir. Er þar krökt af brunnum trjábolum, sem standa nokkur fet úr jörSu eftir •eldinn sem minnismerki um brunann. ByggS þar sumsstaSar er enn strjál með köflum, og hélt eg þaS stafaði af því, að landiS myndi lítt byggilegt; en mér var sagt, aS nálega allt þetta land væri tekiö; landnemarnir hinsvegar fengiö frest á aS þurfa aS flytja þangaS fyrst í staS, og er sú frestun algeng og vanalega fáanleg. Þama er feikn- ar svæði, sem svo nálega í einni svipan breytist úr eySiflákum í þétt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.