Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 17
97 Árið 1873 fóru þau hjónin frá íslandi til Vesturheims. Var það •ut-af bréfaskiftum við Pál Þorláksson, ungan og efnilegan guöfræð- ing, kunningja þeirra, sem skömmu síðar varö prestur, þá kominn vestur um haf. Um þær mundir var ákaflega mikill fólksflutningur frá Noregi til Bandaríkjanna, og var mjög erfitt aS fá næga presta Tianda hinum sívaxandi skara af norskum innflytjendum. Séra Jóni bauöst nú prestleg staöa hjá fólki, og i drottins nafni lagöi hann af staS frá fööurlandinu, áöur en nokkur íslenzk bygS hafði mynd- •ast hér vestra. Þegar vestur kom, kyntist séra Jón í fyrsta sinn fjörugu, starf- sömu, félagslegu kirkjulífi, og tekið var á móti honum mjög bróSur- lega; en hann var ekki lengi aö komast aö raun um, að hann átti •ekki algjörlega samleiö meö þeim mönnum, sem þá voru mestu ráS- :andi í Norsku sýnódunni, en það var kirkjufélagiS, sem hann leitaSi til. Ekki skal hér neitt fariS út-i það, í hverju þessi skoðanamunur var fólginn, en það er víst, aö hann var ekki út af neinum aöal- atriðum trúarinnar. Má vera sumum finnist nú, aö þessi munur hafi ekki veriö eins stórvægilegur og séra Jóni þá sýndist. Hvaö sem því líður, var hann nógu mikill maSur, til aS víkja ekki frá þvi, sem honum sýndist rétt, og þiggja ekki stööu móti rödd samvizku sinnar. Hann aðstoðaði um tíma Koren prest í Decorah í Iowa- ríki, en þar fór samkomulag algjörlega út um þúfur, og verulega prestsstöSu tók hann aldrei í Norsku sýnódunni. 1 þess staö bauðst honum kennarastaöa viö Luther College, latínuskóla þess kirkjufé- lags í Decorah. Þeirri stööu hélt hann í tvö ár, og heföi veriö þar lengur, ef það heföi ekki veriS fyrir þaö, aö hann langaði til aS kanna nýjar slóðir. Þaöan fóru þau áriö 1875. , Rasmus B. Anderson, sem síðar varð sendiherra Bandaríkjanna til Danmerkur, og ritað hefir töluvert um norræn fræöi, var þá kennari í norSurlanda málurn og bókmentum við háskóla Wis- consin-ríkis í Madison-bæ. Hann bauS séra Jóni og konu hans til sín og þangað fóru þau frá Decorah sumarið 1875, og hjá honum voru þau sex mánuSi. Á þeim tíma unnu þeir ýmislegt í sameiu- ingu að norrænum fræðum, Próf. Anderson og séra Jón. MeSal annars þýddi hinn síðari á ensku Friöþjófssögu og Þorsteins sögu Víkingssonar og komu þær út í Viking Tales 1877. Frá Madison fóru þau hjónin til Chicago og vann séra Jón þar aS ritstörfum við blaöið “Skandinaven”, en þaS stóð ekki nema sex vikur. Hann gat meS engu móti felt sig við anda og skoðanir þeirra manna, sem þar réðu lögum og lofum. Án þess aö hafa nokkurt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.