Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1916, Side 26

Sameiningin - 01.04.1916, Side 26
56 tölu væri bætt öllum þeim lúterskum stúdentum, sem nám stunda viS aSrar mentastofnanir, verSur talan um eSa yfir 30,000. Margar ágætar ræSur voru fluttar á fundinum og fylgir hér stutt yfirlit yfir sumar þær helztu. Forseti Thiel skólans, dr. F. B. Sawvel, bauS gestina velkomna meö einkar snotru en: stuttu áv'arpi; gat þess, meSal annars, aö ,um $29 virSi á mann væri nú variS í tóbak og vín í Bandaríkjunum, en aS eins 32 centum til útbreiöslu kristindómsins í heiSnum löndum. Forseti Stúdentafélagsinis, Prof. C. O. Solberg frá Northfield, Minn., svaraSi þessari ræSu og notaSi ekki allfáar likingar úr Heimskringlu Snor.ra Sturlusonar máli sínu til skýringar. í forföllum dr. John A. W. Haas, sem lofaS hafSi aS flytja ræSu á mótinu, var skrifaS erindi, sem hann hafSi sent, lesiS af öSr- um manni. ErindiS mua siSar birtast á prenti, og er þaS vel, því Dr. Haas hefir þaS, sem fáum er gefiS: skýra og óhlutdræga dóm- greind, djúpa og víStæka þekkingu á stefnum og hugmyndum nú- tímans, samfara heilbrigSri, kristinni trú. Hann hefir kynt sér flestar eSa allar þær skoSanir, sem mestu ráSa nú sem stendur í heimi andans; hann hefir rannsakaS þær meS mikilli gaumgæfni, til þess aS finna kosti þeirra og lesti; hann hefir boriS þær saman viS kenningar kristindómsins, og meS þeim samanburSi unniS kirkjunni og kristindóminum ómetanlegt gagn. Slíkur samanburSur sýnir hvaS bezt, aS þaS er ekki, eins og sumum virSist, fyrir aukna þekk- ingu, aS menn hafa glataS trú sinni á gildi kristindómsins, heldur þvert á móti fyrir þekkingarleysi á þeim nútíSar-skoS.unum, sem menn aShyllast v'egna þess, aS þær eru nýjar, þekkingarleysi á eSli og yfirburSum ritningarinnar, og vegna þess, aS menn hafa taliö sjálfum sér trú um, aS þeir væru svo miklu vitrari en aSrir menn, aö þeir væru vaxnir upp yfir trúar- og siSfræSis-kenningar biblíunnar. Dr. S. P. Long frá Mansfield, O., flutti langt og skörulegt er- indi um forsjón GuSs. SveigSi ræSumaöur aSallega mál sitt aS biblíunni, sérkennum hennar og yfirburSum hennar yfir aörar bækur. MaSur getur vel skiliS, eftir aS hlusta á Dr. Long, aS þaS er ekki fyrir hendingu eina, aS hann hefir á tiltölulega fáum árum bygt upp söfnuS meir en 2,000 meSlima, söfnuS, sem meSal annars sýnir áhuga sinn meS því, aö kosta trúboSa í heiönu landi JlndlandiJ. Hon. J. L. Zimmermann, þjóSkunnur dómari frá Springfield, O., flutti einkar uppbyggilega ræSu um nauSsyn á frekari samvinnu og sambandi innan lútersku kirkjunnar hér í álfu. Gat hann meöal annars um fund, sem haldinn var um þetta mál af ýmsum leiöandi leikmönnum í borginni Washington síSastliSiS ár. Meöal annara, sem þar voru mættir, var Gov'ernor Hannah frá N.-Dak. Stúdentamótinu var slitiS eftir þriggja daga setu. Alls voru þar fluttar um 20 ræSur og var þaS einróma álit manna, aS þær væru allar góöar og sumar ágætar. Fæsta þá, sem fundinn sóktu, mun iSra fararinnar; hann mun

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.