Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 14

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 14
44 fengist við erfiðara hlutverk. Frá Kapernaum til Jerú- salem fetaði hann krossferilinn, í vonbrigðum og sorg. Trúuð sál tekur eftir naglaförunum, þegar á ferðum lmns í Galíleu, og heyrir stunurnar frá hjarta Jesú, er hann talaði í samkundunum; en kirkja hans mun þó ætíð telja síðasta daginn sem aðal krossferilinn, og hver á- fangi þess krossferils mun ætíð vera henni skýr í liuga. Eins og vínviðurinn veitir vínþrúgunum vökva alt sum- arið og blárauð vínberin eru á haustin troðin í vínpress- unni, þannig gaf Jesús af lífi sínu í bikar sáluhjálpar- innar, og heimurinn hefir fengið að bergja af unaði þess. Sorgin liafði fylgt lionum alla æfi, og krýndi liann að síðustu þeirri sorgar-kórónu, sem engan rúbín vantaði í. Hann var svikinn af einum lærisveinanna, honum afneitað af öðrum og var yfirgefinn af þeim öllum. Hann var fyrirlitinn af þjóð sinni, útskrífaður af kirkju sinni (g’amla testamentis kirkjunni), dæmdur af yfirvöldum þjóðar sinnar og neitað. um rétt sinn af Rómverjum. Hann var sakaður um að afvegaleiða alþýðuna, um að gera uppreisn móti lögmálinu, og að fara með guðlast. Hann var tekinn höndum, bundinn og húðstrýktnr. Þeir hræktu á hann, hæddu hann og krossfestu. Og eftir ó- umræðilegar kvalir á líkama og sál, virtist hann yfirgef- inn af Guði sjálfum. Þannig fetaði liann krossferil sinn. Eins og mannkvnið eitt sinn gekk með Guði meðal trjánna í Eden, og eftir langa ferð mun koma til þess staðar, þar sem vex lífsins tré með tólf tegundum ávaxta og- laufblöð til lækningar þjóðunnm, þannig byrjaði og enti krossferillinn í garði, eins og mannlífið sjálft. Fyrst er garðurinn Getsemane, þar sem Jesús dvaldi á bæn til Guðs og englar Guðs þjónuðu honum. Og svo er garður Jósefs, þar sem Jesús var lagður til hvíldar af þeim, er hann liafði frelsað, og hann svaf í friði eftir sára raun. A milli garðanna lá krossferillinn um öll svæði lífsins: yfir Kedrons dal og Golgata liæð, meðal vínviðar- og olíutrjánna út á landsbygðinni, og um götur og innan um fjölmenni borgarinnar. Jesús kom í Ixöll konungsins, fvrir í’áðið, fyrir veraldlegan dómstól og í

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.