Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1916, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1916, Qupperneq 10
40 mannlega vísu. Hann liafði tekið hana að sér, útvaliS liana til liins háleitasta hlutverks. Hann hafSi agaS hana öld eftir öld, leitt liana á réttan veg livaS eftir annaS, með strangleik eSa með hlíSu, en ætíS með kær- leika. Hann hafði sent henni sérstakan spámann til að búa liana undir komu lausnarans, hafSi sannaS henni Messíasartign hans meS undrum og táknum og krafti þeirra náðarríku orða, sem hann talaSi. Hver vill segja, aS Drottinn liafi ekki viljað viSreisn þessarar útvöldu þjóSar. sinnar? AS hann liafi ekki viljaS þaS, að hún öll í heild sinni höndlaði lmossiS, sem hann bauð lienni? Alveg eins og í Eden forðum, var mannlegu frjálsræði beitt á þann hátt, sem stríddi á móti algóðum vilja Drottins sjálfs. Þjóðin brást honum, brást óskum hans, gætum vér næstum því sagt, á mannlegu vísu. Hér sjá- um vér nokkuð mæta Guði sjálfum, sem líkist því, er vér á mannlegu máli nefnum vonbrigði. Þjóðin hans út- valda bregst honum, hafnar því háleita hlutverki, sem hann hafði valið lienni, snýr við honum bakinu, virðist ónýta öll hans fyrirhuguðu ráð. Og hvað svo? Lætur vor himneski faðir hér staðar numið, þegar ráð hans alt, heilagt og algott, virðist stranda á skeri mannlegrar þrjózku? Nei, einmitt þetta skipbrot, þessi ömurlegu vonbrigði—eg tala á mannlega vísu — lætur hann verða til hjálpræðis öllum heimi. Lætur guðdómleik frelsarans skína fegurst mitt í þessu náttmvrkri vonzkunnar, sem umkringir hann, lætur smán hans, kvalir og dauða verða að lieilagri frið- þægingarfórn, krossgönguna að sigurför, sem endar í upprisunni. Þannig rísa ráð forsjónarinnar ætíð upp aftur eins og fuglinn Fönix upp úr öskunni, þegar mann- leg vonzka virðist hafa brent þau til kaldra kola. Idvað kemur þetta oss við?—vill nú einhver spyrja. Mun maðurinn vera almáttugur, eins og Drottinn, að hann fá snúið óhöppum í höpp, ósigri í sigur?—Einmitt þetta svar, sem spurningin virðist útiloka, er rétta svar- ið. Alt sem Guð vill, það megnar þú með Guðs hjálp. Og Guð vill ekki ósigur nokkurrar mannssálar. Þú mátt vera viss um, að lionum er engin þægð í lömuðu, mis-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.