Sameiningin - 01.04.1916, Side 5
35
bæði hið ytra, í ríki náttúrunnar og eins liið innra, í sál-
um mannanna.
Það er því hvorttveggja jafn óholt, andlaus endur-
tekning alþektra kenninga, eins og liitt, að stinga öllu
góðu og gömlu undir stól og sækjast sífelt eftir nýjum
sannleik, eins og það geti nokkurn tíma orðið úrelt, sem
er satt.
Um þetta ber oss að hugsa sérstaklega með tilliti til
meginatriða trúarinnar. Ef vér sækjumst sífelt eftir
frumleik og nýjungum í meðferð þess alvörumáls, þá er
eitthvað meir en lítið rangt við trúarlíf vort. Menn geta
orðið svo spiltir af sællífi, að þeir hafni góðri og heil-
næmri fæðu og sækist eftir óhollum kræsingum. Eins
fer andlegt dekur oft með sálir vorar.
Hver getur til dæmis krafist nýs páskaboðskapar,
nema hann sé alveg genginn af trúnni, eða í það minsta
dauð-sjúkur hið innraf Sá sem ekki gleðst, þegar
hann á þeirri heilögu stórhátíð heyrir orðin: “Kristur
er upprisinn!”—yfir hverju svo sem, í heimi trúarinn-
ar, getur hann þá fagnaðf Hann er þá annað hvort
hættur að trúa þeim orðum, hefir látið vantrúarraddir
heimsins stela því dýrmæta fagnaðarefni burt úr sál
sinni, eða þá hitt, að hann er orðinn svo sljór, svo dof-
inn og tilfinningarlaus, að jafnvel sigur lífsins yfir
dauðanum, jafnvel gleðifregnin sjálf um að dauðinn sé
afmáður, uppsvelgdur í sigur, liefir engin áhrif á
hjarta hans.
Gruði sé lof, að enn er páska-guðspjallið sí-ungt og
ierskt, eins og vorgroourinn, hversu oft sem það er end-
urtekið. Gruði sé lof, að það er eins áþreifanlega satt
enn í dag, eins og sá sami vorgróður. Enn hefir hvorki
jarðneskri speki, né harðhjartaðri vantrú tekist að raska
þeim óbifanlega grundvallar-sannl'eik kristinnar trúar,
sem oss er birtur í guðspjalli páskanna. Kristur er upp-
risinn, frumgróði þeirra sem sofnaðir eru; dauðinn er
liorfinn; mannlífsbölið alt er orðið eins og þoka eða
hverfull skuggi; ástvinir vorir, sem vér höfum kvatt, eru
sofnaðir en ekki dánir; nú þurfum vér ekki framar að
syrgja skilnaðinn, heldur getum með óbifanlegri vissu