Sameiningin - 01.02.1917, Side 4
356
Gallinn er, að menn hafa stólað um of á ræður, rit og
kvæði, en síður hugsað um það, að kenna börnum sínum að
stafa og stauta ísienzku. Fyr en varði var svo vaxin upp
heil kynslóð, sem ekkert íslenzkt kunni, og ræðurnar, ritin
og kvæðin fara fram hjá henni og ofan við hana, án þess að
hún verði vör við það.
Aftur og aftur var sá, sem þetta ritar, að nauða um
það í skrifuðu máli til kirkjuþinga, að koma þyrfti á safn-
aðaskólum víðsvegar um bygðir og bæi, nokkurn tíma hvers
árs, til að kenna móðurmál og feðratrú. petta fékk lítinn
byr, eða engan. Nú fer að verða um seinan. í áttina er
það þó, sem í einstaka söfnuði tíðkast, að safna börnum
saman eina klukkustund í hverri viku til að kenna þeim að
lesa íslenzku.
Heimilisfræðslan ein gagnar þó til hlítar, en hún er víð-
ast lítil og víða engin. Og þó bömin læri ögn að stauta ís-
lenzku áður en þau fara í barnaskólann, þá týnist það eftir
að þau eru látin í pottinn þann og soðin þar saman við hinn
grautinn.
En það þarf eitthvað meira en að yrkja ljóð og flytja
ræður, svo þetta breytist.
Sekt þeirra er mikil, sem vanrækt hafa sitt íslenzka
þjóðerni. Sekt hinna er engu minni, sem vanrækja og jafn-
vel ófrægja þjóðernið nýja, lítilsvirða sitt nýja fósturland
og misbjóða sögu þess og tungu. petta land er “landið
helga” þeim, sem hér eru fæddir og uppaldir, þjóðernið
þeirra þjóðerni, tungan þeirra tunga. petta eiga margir
raunalega bágt með að skilja, þeir sem flutt hafa hingað
frá íslandi og ekki eru samgrónir orðnir hérlendu þjóðlífi.
Stæjrsta syndin er ef til vill vanrækslan á ungu kynslóð-
inni hálf-ensku og al-ensku. pað telja margir goðgá gagn-
vert íslenzku þjóðerni, að fylgja henni og leiðbeina henni
nokkurn hlut á ensku brautinni, sem hún er komin út á.
Afleiðingin er, að fjöldi af ungu kynslóðinni fer inn um bak-
dyrnar á þjóðlífinu hér.
Fólk þetta hugsar og talar á ensku, etur og drekkur á
ensku, kaupir og selur á ensku, elskar og hatar á ensku, gift-
ist og elur börn á ensku—en yfir því má ekki lesa neitt gott
orð á ensku. pað fólk má fara burt frá kirkju og trú feðra
sinna, hvert á land sem vill, skilji það ekki íslenzku. Og þó