Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 8
Og þó vér gleymum—oss þú aldreí gleymir; með oss þú dvelur stöðugt—hvergi gleymir unz þessi dapri draumur líður hjá. Ó, gef oss hreysti, hug og fyrirgefning, —Já, helzt mér finst við þurfum fyrirgefning— Að endastöðvum leiðsögn þína ljá. IKvæði þetta er ort af enskum hermanni i skotgröfunum í Fland- ern. Jað var fyrst lesiö I heyranda hljðöi af Lundúna biskupi í ræðu, er hann flutti í fyrra á. “Trafalgar Day.” Síöan hefir það veriö prentaS i mörgum enskum blöðum beggja megin hafs. Vinur vor ónefndur i Nýja Islandi benti oss fyrst á kvæði'Ö og lét þá. ösk í ljós, aö þaö væri þýtt á Islenzku og birt í "Sam.” pað hefir dregist fyrir oss, aö fá kvæðiö þýtt, en nfl hefir dr. Sig. Júl. Jóhannesson góðfflslega þýtt þaö fyrir oss og birtist það hér í þýðingu hans.—Ritst.] Hvernig þótti þér rœðan? Bftir dr. G. C. Berkemeier, þýtt úr “Thc Lutheran.” í dæmisögunni um sáðmanninn standa þessi alvarlegu orð: “Fuglar himinsins átu það upp” (þ. e., góða sæðið). Vér erum hræddir um, að slíkir ránfuglar sé á sveimi við flestar kirkjudyr. “Hjaf gát á fæti þínum, þegar þú geng- ur í Guðs hús, því það er betra að koma þangað til þess að heyra, heldur en að heimskingi færi sláturfórn”—svo hljóða áminningarorð prédikarans í gamla testamentinu; en oss er nær að halda, að enn meira sé undir heimleiðinni komið, en kirkjuleiðinni. Hví þá það? Af því, að á heimleið úr kirkju er hjartað fult af heilnæmum áhrifum guðsþjónust- unnar; það er hrært, það er snortið, það hefir fundið til augnabliks-tilhneiginga, sem þurfa nú þegar að tryggja sér lengri dvöl. petta er mikilvægt úrslita-augnablik fyrir hverja sál; þá ríður mikið á, að “geyma sæðið í góðu og sið- sömu hjarta.” En rétt fyrir utan kirkjudyrnar bíða ránfuglarnir á vakki. Ræðan er naumast búin, þegar hótfyndnin leysir ofan af skjóðunni. Einn kemur með þessa athugasemd, annar með hina, eins og ræðan væri skorpusteik og hverjum manni heimilt að leggja dagdóma-gaffli sínum í hana. pað er mörgum ofjarl, að koma með sjálfstætt álit um ræðuna, en þó er þeim íjúft að ná í einhvern á heimleiðinni, og leggja þessa gagnslausu spurningu fyrir hann: “Hvernig þótti þér ræðan?” í stólnum úthellir presturinn hjarta sínu; hann langar til að gköða eld trúarinnar í hjörtum tilheyrenda sinna, og leiða þá til æðra lífs, fram fyrir Drottin sjálfan. Hann gengur inn í skrúðhúsið á eftir og klæðir sig auðmjúklega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.