Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1917, Side 12

Sameiningin - 01.02.1917, Side 12
364 hefði í hyggju að gjöra mig útlægan og loka spítalanum og skólum Armeníumanna. Samkvæmt lögmáli Múhameðs- manna má “vantrúaður maður” (þ.e.a.s., sem er ekki Múha- mleðstrúar) stunda atvinnu sína í landinu eitt ár óáreittur; að þeim tíma liðnum, verður hann annað hvort að taka Mú- hameðstrú eða fara úr landi burt; að öðrum kosti á hann að verða ófrjáls maður og gjalda sérstakan skatt. pegar Tyrkir unnu Constantinopel var öll verzlun lands- ins í höndum útlendinga. Genóu-menn áttu þar sérstaklega miklar eignir og reiðu mikla. Tyrkir sáu, að þeir gátu ekki séð fjármálum landsins borgið án aðstoðar útlendinganna. Ekki gátu þeir neytt trú sinni upp á fólk þeirra þjóða, sem þeir áttu ekki yfir að segja, svo að þeir tóku upp það ráð, til þess að bókstaf lögmálsins yrði fullnægt, að lýsa því yfir, að mjenn annara þjóða þar í landi og eignir þeirra væru fyrir utan landslög og rétt, og væru undir stjóm heimalands síns fyrir milligöngu ræðismannanna, og þyrftu því ekki að lúta tyrkneskum dómstólum. Með þessu móti töldu Tyrkir sér trú um það, að eiginlega væru útlendingar utan Tyrkjaveld- is, þó að þeir væru þar búsettir, og því bæri Tyrkir enga ábyrgð á trú þeirra. pessir samningar, sem gjörðir voru Tyrkjum til þæginda, en ekki útlendingunum, voru nefndir “Capitulation”; en Tyrkir lýstu þá ógilda í Október 1914. Múhameðsmönnum er mjög ant um það, að útbreiða trú sína, og landstjórinn var of góður Múhameðsmaður til þess, að láta gesti sína frá sér fara, án þess að tala máli trúar sinnar við þá. f því skyni bjóða Múhameðsmenn “vantrúuðum mönnum” til veizlu fimtánda daginn í Rama- zan. Landstjórinn hóf trúmálasamtalið með því, að leggja þessa spurningu fyrir biskupinn: “Viljið þér, lávarður minn, gjöra svo vel að segja mér, hvað þér álítið að eg verði að gjöra, til þess að komast í Paradís ?” “Yðar hágöfgi,” svaraði biskupinn, “eg trúi því, að vegna Jesú Krists fyrirgefi Guð mér syndir mínar, og taki mig til sín í Paradís.” “Nei, herra minn, svaraði landstjórinn, “það er mér ó- mögulegt að fallast á; því eg trúi því, að Guð sé algjörlega réttlátur og fari ekki í manngreinarálit. Eg er landstjóri hér og í raun og veru einvaldur. Setjum svo, að einhver vinur yðar hafi verið settur í varðhald, fyrir skuld, sem hann á ógreidda stjórninni.*) J?ér komið til mín og segið: “Vinur minn er í varðhaldi fyrir skuld, sem hann getur aldrei borgað; eg bið yður um að gjöra það fyrir mig. að *) Samkvæmt lögum Tyrkja, mg, setja menn I varSUald fyrir skuldir og halda þeim þar, þangaö t'il skuldin er borguö i peningum; varöhaldsvistin sjálf, er ekki talin til lúkningar skuldinni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.