Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 14
366 hálfu, lagt mikið á sig fyrir mig og borgað skuld mína. Hann er búinn að borga, og það væri mér minkun, að slá hendi við slíkri kærleiksfórn. Mér væri það ómögulegt. En svo væri ekki óhugsandi, að eg sæti kyr, stúrinn, og segði: “Eg vildi, að þetta væri satt; en mér er ómögulegt að trúa því.” “En eg fullvissa þig um, að það er satt,” svar- ar hann; “líttu á, hérna er viðurkenningin.” “Já,” svara eg, “eg veit, að þú segir ekki ósatt, en mér finst það vera ó- mögulegt.” “Farðu út úr varðhaldinu, og reyndu það,” svar- ar hann. “Nei,” svara eg, “eg er hræddur um, að lögreglan taki mig fastan aftur, og þá væri eg enn ver kominn.” Ef hann skyldi nú neyða mig til að fara út með sér, hvað ætti eg þá að gj öra af mér ? Eg færi að líta í kring um mig, dauð- hræddur um, að einhver lögregluþjónn kynni að sjá mig og fara með mig aftur í varðhaldið. Ef eg kæmist heim til mín, myndi eg ekki þora að koma út í dymar eða að gluggan- um, af hræðslu við, að einhver kynni að sjá mig og segja til mín. ófrelsi mitt heima yrði verra en í varðhaldinu, því eg þyrði ekki að trúa því, að eg væri frjáls maður. Án trúar í hjartanu getur maður ekki verið frjáls. petta væri þá held- ur engin bót. priðja úrræðið og það eina, sem rétt væri fyrir mig að gjöra, er að falla fram að fótum honum, þegar hann kemur og segir mér, að hann hafi borgað skuldina fyrir mig, og þakka honum og segja honum, að eg hafi ekkert til að endur- gjalda honum með, en að eg skuli reyna, að láta líf mitt sýna þakklátsemi mína. Svo fer eg út úr varðhaldinu, eins og þeir gjörðu Frelsisdaginn, þegar Abdul Hamid var steypt frá völdum og öll varðhöld voru opnuð, og hrópa: “Azad! Ázad!” Frjáls! Frjáls!” Og það yrði mín mesta gleði, að segja öðr- um frá því, að nú væri eg frjáls maður og hver hefði keypt mér lausn. En ekki er alt búið enn. f stað þess að láta mig fara beran í hreysið mitt, þar sem ekkert er nema örbirgðin, fer hann með mig heim í höllina sína. J?ar lætur hann gefa mér ágætt bað. Fangelsisfötunum mínum, sem voru óhrein, er brent, og það eru síðustu leifamar af fyrra lífi mínu. Svo færir hann mér skrautklæðin sín úr silki og klæði, og leiðir mig, prúðbúinn eins og konungsson, fram fyrir yður og segir: “Faðir minn, þetta er bróðir minn”; og þér segið: “Vert þú velkominn, sonur; héðan af skalt þú vera sonur minn. Nafn mitt skalt þú bera; eg trúi þér fyrir því, og þú munt ekki gjöra því óvirðing. f nafni mínu skalt þú ganga út og inn. Ált, sem eg á, er þitt; þú átt að eiga það með eldri bróður þínum.” “pannig,” sagði eg, “skil eg kristindóminn. Guð er kon- ungurinn. Jesús Kristur, sonur hans, borgaði skuld mína,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.