Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 16
3G8
pegar við áttum næst tal saman, sátum við sinn hvoru megin
við glugga, og sólin skein inn um hann. Eg rétti út hönd
mína, svo að sólin skein á hana, og sagði: “Hvað er þetta ?”
“]?að er sólin ” svaraði hann.
“Er þetta sólin, eða er hún það sem við sjáum á himn-
inum?”
“Á því er enginn munur; það er alt eina og sama ljósið.”
“Gott og vel; en er það sólin sem við sjáum, eða er ljós-
líkami á bak við, sem enginn maður hefir séð, en ljósið segir
til um ?”
“Já,” eg hygg að til sé ljós-líkami, sem ljósið streymir
frá.”
“Hvort er þá sólin? Eru til tvær sólir, eða ein?”
“Ein sól,—þetta verður ekki greint í sundur.”
“pegar eg nú læt hönd mína þar sem Ijósið skín, þá
finn eg til nokkurs. Hvaö er það?”
“pað er sólin.”
“Já,” svaraði eg, “það er afl, sem fer niður í jörðina og
framleiðir líf, grösin og blómin og trén fögru. Hve margar
sólir eru til?”
“Að eins ein.”
“Hvert er þá sólin: Ijósið, líkaminn sem framleiðir það,
eða áhrifin af því?”
“pað er alt eitt, og verður ekki greint í sundur.”
“Gætið nú að,” svaraði eg; “ef þér getið gjört yður
grein fyrir bersýnilegri þrenningu í sólinni, og þó er að eins
ein sól, hvers vegna ætti þá að vera óvit að tala um guðlega
þrenningu? Guð vildi opinbera sjálfan sig mönnunum, sem
hann elskar, og opinberan sína kallar hann son sinn, rétt
eins og skáldin ykkar kalla ljósið “sól himinhvolfsins”, og
Kóraninn ykkar kallar Jesúm “Noor-Allah—L.jós Guðs”, og
“Ruh Allah—Anda Guðs.” Guð er einn. Vér kristnir menn
tilbiðjum ekki tvo guði, eins og þér berið oss á brýn, heldur
einn Guð,—föðurinn, sem enginn maður hefir nokkurn tíma
séð,” Soninn, sem sagði: “sá, sem hefir séð mig, hefir séð
föðurinn”—hann er opinberun Föðursins—, áhrifin eða
kraftinn, sem kemur frá Föðurnum og Syninum inn í hjarta
yðar og mitt og fræðir um hann og vilja hans, sem við köll-
um Heilagan Anda,—alt einn Guð, sem ekki verður í sundur
greindur.”
“En þér hafið fjórðu persónuna, Maríu,” svaraði land-
stjórinn.
“Nei,” svaraði eg; “María er að eins blessað verkfæri í
hendi Guðs, sem hann notar til þess að láta ljósið sitt dýr-
lega skína inn í myrkan og syndspiltan heim. Eg tek vasa-
spegilinn minn og með honum varpa eg sólarljósinu bjarta
inn í myrkrið þarna, og fyrir þa.ð sést þar það, sem var ó-