Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 18

Sameiningin - 01.02.1917, Síða 18
370 vafamél, að konurnar snúa traustustu þættina í hug og hjartalag vorra mestu manna og ráða mjög miklu um hug- arfar þjóðarinnar í heild sinni. pví má það virðast viður- kvæmilegt, að halda uppi minningu afbragðs kvenna, ekki síður en afbragðs manna, og geta þeirra er ein öld eða fleiri eru liðnar frá fæðingu þeirra. Nú vill svo til, að nýafstaðið er aldar-afmæli þeirrar konu, er eg vissi mestan skörung á ættjörð vorri, um mína daga, og vafalaust var ein af hin- um merkustu og mikilhæfustu konum á íslandi á síðustu öld. Virðist vel við eiga, að brjóta ísinn og minnast konu þeirrar við þau aldarlok. pó ekki væri hennar oft getið á prenti, þá var hún nafnkend í héraði sínu og jafnvel um alt Suðurland. pessi kona var Ingibjörg á Barkarstöðum í Fljótshlíð. pað mun mega teljast vafalaust, að hún sótti mikið af hæfileikum sínum til ættar sinnar. Faðir hennar, Sæmund- ur í Eyvindarholti, var mikill fyrir sér og fyrir öðrum bænd- um; hann mun vrið hafa hinn fyrsti, af örfáum, er sæmdur var af konungi verðlauna-peningnum “ærulaun iðju og hygg- inda.” Hann var af nafnkendum ættum í báðar ættir. Var faðir hans séra Ögmundur í Krossi, sonur Högna prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en móðir hans, kona Ögmundar prests, var Salvör Sigurðardóttir, Ásmundssonar, úr Ás- garði í Grímsnesi; hún var systir Jóns prests á Rafnseyri, Sigurðssonar, afa forsetans. Móðir Ingibjargar, kona Sæ- mundar, var Guðrún Jónsdóttir frá Hallgeirsey. Að heim- ilið í Eyvindarholti hefir engin ómynd verið, má sjá af því, hvernig börnin reyndust. Tómas Sæmundsson er þjóð- kunnur af áhugamiklum afskiftum af landsmálum; Ingi- björg systir hans hafði til að bera gáfur, atorku og ráðdeild, sem gerðu hana frábæra í sinni stétt. Sigurður hét einn sonur þeirra Sæmundar, er tók við búi föður síns og sómdi sér vel í sinni stöðu. Ingibjörg fæddist 24. Október 1816. Svo sem í þá daga var siður, vandist hún öllum þeim störfum heima fyr- ir, sem konum voru ætluð. En þegar á unga aldri sýndi það sig, að hún hafði atgervi umfram flesta aðra, enda eignaðist hún þann manninn, sem þá þótti mannvænstur sinna jafnaldra í héraðinu, Sigurð fsleifsson frá Seljalandi; þá var hún nítján vetra, er þau giftust og reistu þar bú. Fám árum síðar fluttust þau að Barkarstöðum og þann garð gerði hún frægan í hálfa öld. Á þeirn tíma var gott mannval í Rangárvallasýslu, gild- ir bændur og lærðir menn stórvel metnir og sumir auðugir, en af engum bæ fór eins mikið orð, eins og heimilinu á Barkarstöðum, fyrir höfðinglegan myndarbrag. Ingibjörgu er þannig lýst af einum lærðum manni, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.