Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 23
375
mynd leikmanna en presta. Þó get eg varla samþykt þá staöhæfing
bréfritarans, aS Páll hafi veriS þaö, sem nú er meint með oröinu
leikmaöur. Hann var lærSur guSfræSingur. tlanjn var af GuSi
kallaSur til kennimanns-starfs; um þaS vitnar hann sjálfur á mörg-
um stöSum. fSjá t. d. Post. 26, 16-20; Róm. 1, 1; 1. Kor. 1, 17, o. v’.J.
SöfnuSurinn eSa kirkjan í Antíokíu veitti honum opinberlega umboS
til aö flytja náSarerindiö. Það var gjört með handa-yfirleggingu og
eftir boSi heilags anda fPost. 13, 3). iSú athöfn svaraSi til prest-
vígslunnar nú. Þessi skýring felur alls ekki í sér mótmæli gegn
hugsun þeirri, sem vakir fy.rir bréfritaranum. Páll er engu aö síður
fyrirmynd leikra jafnt semi lærðra fyrir þessu—og einkum ber oss
kristnum mönnum nútíSarinnar aö gæta þess, aö eftir kenning Páls
—og alls nýja testamentisins—er ekkert djúp staöfest milli “presta”
og “leikmanna.” Guð hefir skift verkum meö kristnum mönnum,
þaö er alt og sumt. Einn af heilögum anda kvaddur til þessa verks,
annar til hins, en allir eru þeir jafnt þj'ónar Drottins, ef þeir starfa
í víngaröi hans. ýSjá orö postulans um 'þetta efni í Róm. 12, 3-8 og
1. Kor. 12, 3-31j.
Næst veröur síöara Þessaloníkubréfiö tekiö fyrir. Vonast eg
eftir svipuöum umræöum um þaö. Mikiö meira heföi auövitaö mátt
rita og ræöa um fyrra bréfiö, en þetta v’eröur aö nægja aö sinni.
Gaman væri aö heyra álit sem flestra lesenda um það, hver ritn-
ingargreinin þeim þykir dýrmætust í ötSru hvoru Þessaloníkubréfinu
—og svo eru spurningar auðvitaö velkomnar eins og áður. Óþarfi er
aö rita löng bréf; þau koma einmitt aö betri notum, ef þau eru stutt
og laggóö.
Bœn frá gamalli konu í NorSur-Dakota.
Allvakli faöir. Lof og dýrö sé þér eilíflega fyrir þann óum-
ræöilega kærleik, sem þú auösýndir mér og öllum mönnum, meö gjöf
þíns elskulega sonar og barnaréttinum, sem vér fengum hjá þér í
hans nafni. Ó, hvílík sæla, að mega halla sér upp að þínu ástríka
fööurhjarta með vissri von um huggun og hvíld1, þegar eitthvað amar
aö. Þú, sem alt v'eizt, þú veizt, hve heitt eg þrái að geta verið þitt
gott og hlýðið barn; en vilji minn er svo veikur, mig vantar til þess
máttinni Ó, vertu mér máttugur i mínum veikleika, og styrk þú mig
í öllu góðu.
Algóði faðir! lít þú í náð til allra þinna barna. Styrktu trú þeirra
trúarveiku; tendraöu ljós í hjörtum þeirra, sem í andlegu myrkri
sitja; láttu þitt milda föðurhjarta fyrir Jesúm Krist hrærast til með-
aumkunar meö öllumi, sem á einhvern hátt líða neyð.
Blessaðu heimili mitt og varðveittu mig og mína frá öllum slysurn
og strönigum sjúkdómum. Eg bið þig, ó Guð, að þú af ríkdómi náðar
þinnar launir öllum þeim, sem hafa gjört og gjöra mér og mínum
gott. Algóði faðir, í Jesú nafni bið eg þig að gefa börnum mínum,
barnabörnum, fósturbörnum og mér sanna, lifandi, óbilandi trú, sem
auðsýni sig í hreinum kærleik og dygðugu líferni. Láttu þinn heil-