Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 25
377
■og svo líka eymd mín — á þig kalla, Jesú.
, \'íst þó mín er veik trú, — veiztu það, ó Jesú;
andans styrk mig út bú, - æðsta hetjan, Jesú;
afsvör hörð og þögn þín, — þreyt ei lengur, Jesú.
“Verði sem þú vilt nú”, — við mig segðu, Jesú.’
'“Eg skil ekki, hvers vegna þessi sálmur var útilokaður úr nýju
■sálmabókinni.”
Gömlu konunni kanni eg beztu þakkir fyrir sending þessa. Gott
og indælt er ætíð að heyra vitnisburð sanntrúaðra manna um kraft
bænarinnar. Um úthýsing sálmsins, sem hún talar um, úr nýju bók-
inni, er það að segja, að útgáfunefndin vildi fækka sálmunum að
nokkrum mun, meðfram til þess að koma þar fyrir Passíusálmunum
■og öðru lesmáli, sem ekki þótti mega missa sig. Helzt voru auðvitað
feldir úr þeir sálmarnir, sem litið hafa verið notaðir v'ið guðsþjón-
ustur hér vestra. Hjá þvi varð auðvitað ekki komist, úr því að
sálmasafnið var minkað á annað borð, að sumra Ijóðanna yrði sakn-
að af ýmsum, Enguin tveim mönnum, hvað þá fleiri, hefði víst getað
komið algjörlega samani um það, hvaða sálmar mætti vikja. Allir
munum vér hafa átt í eldri bókinni einhverja uppáhalds-sálma, sem
v'oru orðnir oss sérstaklega kærir fyrir langa og persónulega kynning,
þótt ekki væri þeir oft notaðir í guðsþjónustum. Þeir sálmar hafa
því miður, orðið að víkja sumir hverjir.
tTPPRISA HOPPSIXS.
Eftir hr. Magnús Ingimarsson.
Ef hinir háttvirtu ritstjórar Sameiningarinnar vilja gjöra svo vel
og ljá mér ofurlítið rúm í blaðinu, þá langar mig til að láta með fám
orðum í ljós skilning minn, trú mína og hjartans sannfæring viðvíkj-
andi því atriði trúarbragðanna, sem vanalega er nefnt upprisa holds-
ins. Eins og allir vita, þá er líkamlegur dauði oft nefndur svefn í
heilagri ritningu, en oss er ekki, svo eg v’iti, ineð berum orðum sagt,
hve lengi sá svefn vari. ;Þó segir spámaðurinn Hóseas (6. 23J:
“Hann skal lífga oss að tveggja daga fresti og reisa oss upp á þriðja
degi, svo vér skulum standa lifandi frammi fyrir honum. Látum oss
kannast við þetta. Látum oss kosta kapps um að þekkja Drottin.
Sanarlega mun hann upprenna sem morgunroði og til vor koma sem
regnskúr, eins og vordögg, sem vökvar jörðina.” Það er trú mín, að
sál mannsins vakni af svefni dauðans til meðvitundar í öðrum heimi á
þriðja degi, eða sem næst þeirri tímalengd, er svarar þremur dögum.
Fyrir þessari skoðan minni þykist eg hafa margar og mikilvægar sann-
anir í heilagri ritningu. Jónas spámaður var þrjá daga í kviði hval-
fiskjarins. Það gæti vel verið tákn upp á tímalengd dauðasvefnsins
alment. Eg fvrir mitt leyti efast ekki eitt augnablik um sannleika
jieirrar sagnar, því Jesús Kristur vitnar sjálfur til þess atburðar, jjegar