Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1917, Page 30

Sameiningin - 01.02.1917, Page 30
382 Lesiö bréfkaflann frá Pembina á næsta fundi og kjósiö svo einhvem til þess aö senda dálitla fréttagrein frá ykkur. Látiö okkur hin vita hv^ð þiö hafiö fyrir stafni. Okkur þykir gaman aö því og viö kunn- um líka að geta lært eitthv’aö af því. Lofsvert er það mjög, að Bdl. Pembina-safnaðar hefir sýnt viö- leitni í þá átt, að fræða menn um heiðingjatrúboðið og styðja það fjárhagslega. Það heilaga málefni ætti að vera Bdl. sérstaklega hjartfólgiö og þau ættu öll að vinna aö þvi á einhvern hátt. Og það ætti að vera okkur sterk hvöt til þess að leggja nú aukna rækt við þaö mál, að ungur maður úr okkar híópi er nú farinn að starfa að trúboði í Japan. — Bandalögin hér i Argyle-bygð hafa um nokkur undan- farin ár kostað ungan Hindúa til náms við trúboðsskólann lúterska í Rajahmundry á Indlandi; heitir hann Erla Johann. Hann hefir nú nýlega lokið náminu og er farinn að starfa að trúboði meðal landa sinna. ■— Takið þetta mál til meðferðar á fundum ykkar. Fáið ein- hverja til að fiytja fræðandi og vekjandi erindi um trúboð. Og send- ið heiðingjatrúboðssjóð kirkjufélagsins gjafir fyrir næsta kirkjuþing, þv'í nú þarf hann á meira fé að halda, en nokkru sinni fyr. Og um- fram alt, gleymið ekki að biðja fyri-r trúboðanum okkar og útbreiðslu Guðs ríkis meðal heiðinna þjóða. Bandalögin í Argyle-bygð.—I Bdl. Frelsis-safnaðar eru nú með- limir 32 og í Bdl. Immanúels-safn. 39. Fundir hafa verið prýðilega vel sóttir í haust og vetur, og þeir hafa verið bæði uppbyggilegir og skemtilegir. Fyrir suma fundina hafa verið valin fyrir fram verk- efni, eins og t. d. Bænrækni, Skemtanir, Trú og verk o.s.frv., og tveir eða fleiri fengnir til þess að flytja stuttar inngangsræður; hafa oft orðið fjörugar og uppbyggilegar umræður. — Bdl. Immanúels-safn- aðar hefir líka haldið nokkra opna fundi. — Á einum fundi í Bdl. Frelsis-safnaðar hélt ungur maður ræðu um “Bók æskunnar” eftir Skovgaard-Petersen og las úr henni valda kafla. Keypti Bdl. síðan tvö eintök af bókinni, svo að meðlimir gætu fengið að lesa hana. -------o-------- Hugprýði. “Ó, hvað eg v'ildi óska, að eg ætti einhvern tíma kost á því, að vinna eitthvert hreystiverk,” sagði Richard Bonner, um leið og hann lagði frá sér bókina, sem hann hafði verið að lesa. “Það er svo leiðinlegt, þetta tilbreytingarlausa sveitalíf. Ekkert annað að fást við, en reka kýrnar út í haga á morgnana og sækja þær aftur á kveldin, höggva niður tré og saga þau í eldinn, plægja, herfa, sá,— alt af þetta sama upp aftur og aftur endalaust.” “Þegar þú ert orðinn eins gamall og eg er nú,” sagði afi hans, gráhærður öldungur, “þá munt þú við það kannast, að i hversdags- lífinu reynir ekki síður á sanna hugprýði, en þegar unnin eru

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.