Sameiningin - 01.08.1917, Qupperneq 8
Það var siður Páls postula að leita að fólgna gneist-
anum hjá þeim, sem liann vildi leiða á brautir kristilegrar
trúar og koma þeim til að keppa að markmiði kristin
dómsins: verða Gruði lífir. Dæmi þess er framkoma lians
við spekingana í Aþenuborg. Þeir voru lieiðnir, þeir
þektu ekki Guð. í helgidómum sínum höfðu þeir reist
altari, sem á var ritað: “Ókunnum Guði”. Þarna fann
hann gneista Guðs jafnvel í myrkri heiðindómsins. Iíann
blæs að þessum kolum. Hann andar á litla lifandi neist-
ann, en varast að slökkva hann með fordæmingum um
myrkrið, sem var alt í kringum hann. “Aþenumenn”,
segir Páll, “þér komið mér svo fyrir sjónir, að þér í öll-
nm greinum séuð miklir trúmenn”. Og svo kemur ræðan
fagra og fræðslan um hinn sanna og lifandi Guð og skyld-
leika mannsins við hann og áskorun um að gjöra iðrun
og biðja Guð í nafni hins upprisna J'esú Krists.
Annað dæmi úr kristniboðssögu Páls postula er fram-
koma hans gagnvart lærisveinunum veiku og fávísu í
Efesus. Og mætti fleiri telja.
En enn meiru varðar það þó, að þannig starfaði frels-
arinn sjálfur. Hann leitaði að gneista Guðs í sálum synd-
ugra manna. Dæmi þess er sarntal hans við Samversku
konuna við Jakobsbrunn, Sakkeus í Jerikó og Bartimeus,
er sat blindur við veginn. Hvar sem hann fór andaði
hann á neista guðdómsins, sem falinn var langt inni í
syndugum sálum mannanna, og við það fengu þeir krafí
til þess að leita guðs og líkjast honum. Um pann inn-
blástur verður ekki deilt. Jesús blés mönnunum í brjóst
löngun til að líkjast Guði, með öðrum orðum—TRÚ.
Trú er meðvitund um Guð—löngun gneistans guð-
lega í sálu mannsins til að verða logi, sem nær til himins.
Til þess kom Kristur að glæða eldinn guðl'ega í brjóstum
syndugra manna og skapa hjá þeim djúpa þrá eftir Guði,
og gefa þeim krafta til að verða líkir Guði. Trúin, sem
Kristur kveikir með orði sínu og anda í sálum manna,
er livöt og nauðsyn til þess, að komast til Guðs—fá frið
við Guð, ná elsku Guðs, læra af Guði, líkjast Guði. Og
frelsarinn setur trúarhvöt mannsins engin takmörk önn-
ur en sjálfan Guð. Hann ætlar manni ekki að nema stað-
ar á miðri leið til Guðs, heldur halda áfram alla leið
unz hann dvelnr lijá Guði, lifir í Guði og verður líkur
Guði.