Sameiningin - 01.08.1917, Blaðsíða 11
171
holdinu” lifa og líða: “Verið þér því fullkomnir, eins og'
yðar liimneski faðir er fullkominn”.
Þegar eftir því orði verður breytt og samtök verða
um það eitt, að vera í Jesú Kristi Guði líkir, þá fyrst fá-
um vér frelsi og frið, og meðvitund um þann skvklleika
vorn við Guð, sem heimilar oss að biðja hver með öðriun:
“Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni”.
Boðskapur Drottins vors og frelsara Jesú Krists er
margþættur, svo margþættur að hann nær til allra manna
og á við ástand allra á öllum tímum. Einn er sá þáttur,
sem ávalt og alls-staðar á jafnt við, og án þess þáttar
missa allir þættir kristindómsins gildi sitt. Það er þátt-
urinn um hann sjálfan, Jesúm Krist, um persönu hans.
um hann sem líf vort og lausnara. Hann sjálfan, — heil-
agan lifandi lausnara syndugra manna, — þarf að pré-
dika fyrst og síðast. Hann þarf að leiða upp á fjallið
hæðsta í þjóðlífi voru, svo allir sjái og allir hevri “af
fjallinu Kristum kenna”. En það orð úr ræðu lians, sá
þáttur boðskapar hans, sem oss virðist nú mest erindi
eiga til vorrar deilugjörnu og oft úlfúðarfullu þjóðar, er
þetta leiftrandi orð: “Verið þér því fullkomnir, elns og
yðar himneski faðir er fullkominn”.
Sýnódus.
Hún stóð í þrjá daga—26., 27. og 28. Júní—presta-
stefnan í Reykjavík. Tlófst með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni, og prédikaði Jón biskup Helgason út af I. Kor.
3., 5.-9. Fundirnir voru haldnir í húsi K.F.U.M. Á
Sýnódus mættu auk biskups 7 prófastar, 16 prestar, 2
uppgjafaprestar, 1 prófessor og nokkrir guðfræðingar
óvígðir.
Þrír fyrirlestrar voru fluttir í dómkirkjunni, sití
kveldið hver, af þeim séra Friðrik Friðrikssyni (Lífið í
Guði), próf. Sigurði Sívertsen: (Trúarhugtakið í nýja
testam.) og Jóni biskupi Helgasyni (Hvers vegna eg trúi
á Jesúm Krist).
I fundarbvrjun ávarpaði biskupinn nýi prestana
fögrum orðum og bróðurlegum, og var þeim vel tekið af