Sameiningin - 01.08.1917, Page 19
179
bræður. En ásjóna annars mannsins var göfugmannleg,
háleit og róleg og af henni skein meðaumkun og sorg.
Ásjóna hins var drambsöm, gremjuleg og full af ástríðum.
Hann virtist vera að atyrða og ákæra félaga sinn og slíta
við hann fornan vinskap í bræði. Hinn sýndist vera að telja
um fyrir honum, hallast upp að honum og reyna að draga
hann nær sér.
Hjarta mitt tók að titra af undarlegri hræðslu og sorg.
Eg fann að þessi dularfulla barátta var örlagaþrungin; eg
fann að hér var leynilegt, ógurlegt stríð; eg fann að heim-
urinn var í hættu.
Mennimir stóðu á fætur. peir voru undarlega líkir aö
styrkleika og fegurð, en öldungis ólíkir að svip og tilburð-
um; annar rólegur og hátíðlegur, hinn grimmur og gelgvæn-
legur. Sá rólegi var enn að sárbæna hinn og hafði lagt
hendina á öxl honum. En hinn hristi hana af sér og hratt
félaga sínum burt með þóttafullu, reiðilegu látbragði.
Loksins heyrði eg hann segja: “Eg segi skilið víð þig.
Eg trúi ekki á þig. Eg þarfnast þín ekki. Eg afneita þér.
Eg vil lifa án þín. Far þú að eilífu burt frá mér”,
Við þessi orð færðist svipur óumræðilegrar sorgar og
meðaumkunar um andlit hins mannsins.
“pú ert frjáls”, svaraði hann. “Eg hefi einungis laðað
þig, aldrei þvingað þig, aldrei neytt þig. Fyrst þú heimtar
það, þá verð eg að yfirgefa þig og láta þig einan”.
Hann hófst upp í loftið, horfði niður fyrir sig með vís-
dómsfullu augnaráði, fullu af angri og aðvörun, unz hann
hvarf inn í þögnina bak við þunnu skýin.
Hinn maðurinn leit ekki upp fyrir sig, en lyfti upp
höfðinu, hló köldum hlátri, og hristi herðarnar eins og þær
nú hefðu losnað undan þungri byrði. Hann skundaði hvat-
lega fyrir horn dómkirkjunnar og hvarf inn í skuggana
dimmu.
Eg stóð gagntekinn af óviðjafnanlegri skelfingu og
mælti við sjálfan mig:
“petta var Maðurinn! Hitt var Guð! Og þeir hafa
skilið!”
pá tók klukknafjöldinn í kirkjuturninum aö hringja.
pað voru ekki hinir himnesku tónar, sem eg minntist að
hafa heyrt löngu áður frá klukkuturnunum í heimalandi
mínu. pað voru ósamróma, hvínandi hljómar, það var eins
og allir tónar væru reiðir og farnir að rífast, eins og turninn