Sameiningin - 01.08.1917, Síða 21
181
inér litið á spíruna upp úr kirkjuturninum. Hún ruggaði
og svignaði eins og mastur á skipi á sjó. Umgerðin hrundi
utan af henni og féll niður á jörðina. Fólkið hljóp hljóðandi
undan grjótregninu. Sumir féllu þar dauðir til jarðar og
lágu þar sem þeir voru komnir
Eg hljóp eins hratt og eg gat. En ómögulegt var að
hlaupa. Hvert stræti var fult af fólki, sem barðist hvað
móti öðru, hljóðandi, öskrandi, og tróð hvað annað undir í
hrúgur. f loftinu heyrðist sífelt skrölt og skruðningur, og
þrumur er skóku húsin. Sumstaðar sást stórt skarð í hús-
veggi, gluggarnir féllu á göturnar og glerbrotum rigndi
niður.
Hvernig eg komst út úr óveðri þessu, veit eg ekki.
Barinn og blindur, skjögrandi og skjálfandi, hopandi úr
vegi fyrir hættunum mestu, máttvana og svo sem reyrður
böndum um hjartastað, braust eg áfram með það eitt fyrir
augum, að bjarga konunni og barninu. Svo komst eg þang-
að, sem rólegra var í borginni, og hljóp þá sem fætur toguðu
unz eg komst til gistihússins, þar sem eg hafði skilið þær
mæðgur eftir.
pær biðu mín við dyrnar titrandi af hræðslu. pó furð-
aði mig á því, hvað þær voru rólegar. Stúlkan litla var með
brúðuna sína í höndunum.
“Hvað er um að vera?” spurði kona mín. “Hvað eig-
um við til bragðs að taka?”
“Komið þið”, svaraði eg. “Einhver voði er hér á ferð-
um. Eg get ekki skýrt frá því nú. Við verðum að komasí
héðan tafarlaust. Komið þið fljótt”.
Tók eg svo í hönd þeirra beggja og við hröðuðum okk-
ur eftir strætunum og héldum okkur frá miðbiki borgar
innar.
Brátt komumst við á stræti það hið breiða og nýja þai'
sem voru húsin fátæklegu, sem eg áður hefi getið um. par
var fátt fólk á ferð og það drógst áfram seinlega og af veik-
um burðum, eins og það væri þjáð af einhverjum dauðlegum
sjúkdómi. Andlitin voru föl og skorpin og skein úí úr þeim
máttvana löngun til að flýja sem fljótast. Húsin voru hálf-
auð. Tjöld voru dregin fyrir glugga og dyrum lokað.
par sem alt var svo autt og kyrt, bjóst eg við, að geta
fundið eitthvert bráðabirgða skýla. Eg barði því að dyrum
á húsi einu, þar sem daufur ljósglampi sást bak við tjaldið
í einum glugganum.