Sameiningin - 01.08.1917, Side 26
186
vill Sameinmg-m afbiöja, þótt hún í þetta skifti birti sögu af einum,
í sambandi við hugsunina, sem útaf honum vaknaði. Draumar eru
auðvitað oft merkilegir á ýmsan hátt; verið getur, að þar komi i
liós einhver hulin öfl sálarlífsins, sem enn eru al-ókönnuð; en hins
vegar rikir víða megn oftrú á allskonar draumórum, og ýms liindur-
vitni leiðinleg í sambandi við draumaráðningar, sem blað vort vill
ekki gefa undir fótinn. f?ykir því bezt að sneiða hjá þeim efnum,
nema alveg sérstaklega standi á, og ræða heldur það, sem uppbyggi-
legra er í heimi trúarinnar.
■----—o---------
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Deild þessa annaat aéra Kriatinn K. ólafsson.
Séra G. Norbeck, faðir Norbecks ríkisstjóra í Suður-Dakota,
andaðist í Tyler, Minn., 17. Júlí síðastl. Hann var sænskur að ætt
en þjónaði norskum söfnuði í Hauge-sýnódunni þar til fyrir nokkr-
um árum, að hann lét af prestskap. Hann v'ar á áttræðisaldri, er
hann dó.
--------o---------
St. Olaf College i Northfield, Minn., byrjar ekki skóla-ár sitt
í ]?etta sinn fyr en 2. Október.
•-------o---------
Innan vébanda. lútersku kirkjunnar í Bandaríkjunum eru níu
diakonissu—JkvendjáknaJ heimili og 267 diakonissur. Vinna þessir
kvendjáknar að kirkjulegu líknar- og hjúkrunarstarfi, ýmist á
líknarstofnunum kirkjunnar, eða úti á meðal safnaðanna. Ýmsir
stórir söfnuðir í stærri borgunum hafa kvendjákna í þjónustu sinni
til að vinna að líknarstarfi heima fyrir.
Alþjóðar félag lúterskra ritstjóra hélt ársfund sinn í Rock
Island, 111., 12.-13. Júlí síðastl. Félag þetta, sem var stofnað fyiir
örfáum árum, er að vinna þýðingarmikið starf í þá átt, að draga
saman hugi allra lúterskra kirkjudeilda í landinu. Er félag þetta
eitt tákn þess, hve almennur áhugi er að verða á því, aö koma á
sameiningu alstaðar, sem unt er, án þess að vera ótrúr sannleikanum.
Hið nýja stóra kirkjufélag Norðmanna hér í landi, sem mynd-
aðist í sumar, rekur strúboð í Kína, Madagascar, Suður Afríku,
Alaska, og á meðal Indíána í Wisconsin. Á þessum trúboðssvæðum
eru 618 trúboðar starfandi.
------o------
Prestaskóli norsk-lútersku kirkjunnar í Ameríku hefir 10 fasta
kennara. Eru það að sögn fleiri kennarar en við nokkurn annan
lúterskan prestaskóla í heimi.