Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 5
34i
eins þá klerkvígðu í nágrenni yðar, heldr líka aðra eins
„presta“ og þá Einar Hjörleifsson, Guðmund Friðjóns-
son etc., sem nú iáta svo mikið til sín taka viðvíkjandi
trúmálum á Islandi. Eg héit, að eg fengi að vera í friði
fyrir þessum vörgum eftir að eg var kominn úr forseta-
stöðu. En sú von hefir brugðizt. Líklega slepp eg ekki
fyrr en eg er með öllu úr sögunni.
[Þér kallið íslenzka piltinn, sem vann Cecil Rhodes-
verðlaunin og fer upp á þau til Oxford, ,,lærisvein“ séra
Friðriks Bergmanns. Það er algjörr misskilningr. Hann
hefir allsendis ekkert lært í Wesley-skóla hjá séra Frið-
rik, tók engan þátt þar í íslenzkunámi, og kann víst næsta
lítið í feðratungu vorri. Get þessa] úr því eg á annað
borð á tal við yðr út af öðru í sama númeri blaðs yðar,
[þótt þetta sé smáræði.] Sennilega má nota þessa mis-
sögn til þess að lierða á þeim dómi, sem kveðinn liefir
verið á Islandi upp yfir kirkjufélagi voru hér því til
sakfellingar fyrir það, er það í fyrra ályktaði að hætta
við embættið, sem séra Friðrik hefir um nokkur ár skip-
að í Wesley-skólanum.
Enga persónulega tilhneiging liefi eg til að deila á
yðr í „Sam.“—, eg gjöri það ávallt sárnauðugr — skyld-
unnar vegna, sannleikans vegna, guðs vegna. Má vera,
að eg bráðlega afsegi að hafa lengr ritstjórn málgagns
kirkjufélags vors á liendi. En þá verðr í drottins nafni
einliver annar að vera andmælandi blaðs yðar, svo fram-
arlega sem það heldr áfram að prédika vantrú þeirra
Campbells. Að þegja algjörlega við þeim boðskap, er
hann kemr svo að kalla frá kirkjustjórn Islands, er ná-
lega ómögnlegt fyrir oss með lögbundinni stefnuskrá
vorri og sannleik hennar margreyndum í stríði lífsins.
Kunningjar yðar og andlegir brœðr hafa í seinni
tíð verið að prédika það inn í almenning af allri orku, að
eg sé — nú einkum á síðari árum — sá trúarofsamaðr,
ófrjálslyndr og ljóshatandi—, sem naumast eigi sinn líka
í víðri veröld. Eg er þess nú fullvís, að enginn svona
lagaðr dómr verðr vfir mér upp kveðinn eftir að eg er
dáinn — eða að minnsta kosti ekki til lengdar. Og þ é r
vitið. að þennan dóm á eg ekki skilið, — nema ef það á