Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 30
366 ö ina þrjá, til aS mœtast þar, til þess svo í makindum að skifta heiminum á milli sín. f fornöld var og hliö á múrnum þar sem hann á svæði sneri að sjónum. Hliöiö stcð opið og tók við af stræti einu, sem eftir að út úr hliðinu var komið teygði sig mörg skeiðrúm út í hafið; það var hafnargarðrinn. Varðmaðrinn á múrnum fyrir ofan hliðið var einn svalan morgun í Septembermánuði ónáðaðr af hópi manna, sem komu niðr strætið og ,skröfuðu háttJ. Hann leit snöggvast til þeirra og fór svo aftr að móka. Komumenn voru milli tuttugu og þrjátíu, og voru flestir þeirra þrælar með blysum, sem lítil birta kom frá, en mikill reykr, og varð loftið fyrir þessa sök þrungið af ilm indverskra nardus-smyrsla. Herramennirnir gengu á undan og leiddust. Einn þeirra — það leit út fyrir, að hann væri um fimmtugt — var lítið eitt sköllóttr; gekk hann með lárviðarsveig á höfði uppyfir hinum þunnu hárlokkum, og af athygli þeirri, er hann varð fyrir, mátti ráða, að um hann snerist einhver viðhöfn, sem þá var á ferðinni honum til heiðrs. Allir voru þeir skreyttir víðum rómverskum skikkjum úr hvítum ullardúkum með breiðum borða purpuralitum. Varðmaðrinn þurfti ekki annað en renna snöggvast til augunum; hann vissi þá undir eins víst, að þeir voru af háum stigum, og að þar voru félagsbrceðr að fylgja vini sínum einumi til skips eftir heillar nætr fagnaðarsamsæti. Af samtali því, sem hér fer á eftir, milli manna þessarra, verðr ljóst, hvernig að öðru leyli stóð á. „Nei, Kvintus góðr!“ — sagði einn og ávarpaði þann með ennis-sveignum—, „það er illa gjört af hamingjudísinni að taka þig svo fljótt burt frá okkr. Það er ekki lengra síðan en í gær, að þú komst aftr utan af hafi hinum megin við Stólpasund. Þú hefir vitanlega ekki verið hér um kyrrt nógu lengi til þess að hafa aftr lært að ganga á landi.“ „Megi maðr að kvenna sið staðfesta orð sín með því að vitna til Kastors" — mælti annar, sem talsvert sá á af víndrykkju—, „þá vil eg með slíkum svardaga segja: Ber- um okkr ekki illa af því. Hann Kvintus vinr okkar fer burt til þess að ná því, sem hann missti í gærkvöld. Ten- ingskast á sæ úti á skipi, sem veltist um í öldugangi, er ekki sama sem teningskast á landi; eða hvað segir þú, Kvintus ?“ „Illmælið ekki hamingjudísinni!“ — tók hinn þriðji til máls og talaði hátt. „Hún er hvorki blind né hverflynd. 1 Antium, þar sem hann Arríus vinr okkar leggr spurn- ingar fyrir hana, svarar hún honum með bendingum, og (|) útá hafi dvelr hún hjá honUm og heldr um stýrið. Hún «

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.