Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 2
338
liann þar að lijálpa mönnum til að lesa út úr þeim ill
kvittni og ódrenglyndi við sig af okkar hálfu.
Þetta knýr mig til að birta nú bréfið allt, sem eg
sendi biskupi og hér er um að rœða. Lesendr geta þá
sjálfir um það dœmt, hvort nokkuð er þar í, sem eg þarf
að skammast mín fyrir. Sérstaklega skal á það bent,
sem eg sagði þar um hinn unga landa vorn, er varð fyrir
þeim lieiðri að liljóta Cecil Rhodes-verðlaunin; því séra
Fr. J. B. telr mig ltafa sagt það um hann, sem eg sagði í
bréfinu, „að eins til að niðra“. En er sá kafli bréfsins,
sem þann mann snertir, birtist nú allr, verðr öllum rétt-
sýnum mönnum Ijóst, að lians var þar alls ekki minnzt í
því skyni að ófrægja hann, heldr af allt annarri orsök,
sem beinlínis var um leið tekin fram.
Hornklofar [ ] eru hér settir utan um þá kafla bréfs-
ins, sem hr. Þórhallr biskup valdi úr því til þess að láta
birtast í ‘Kirkjublaðinu’.
J. Bj.
Winnipeg, 8. Maí 1909.
Háttvirti vin og bróðir!
1 dag kom til mín „Kirkjublaðið“ yðar frá 1. Maí
(eftir dagsetningunni) með hinu vinsamlega ávarpi til
mín út af hinu kirkjulega ágreiningsmáli voru. Og vil
eg tafarlaust kvitta fvrir það með skyldugri þökk fyrir
hin hlýlegu orð mér til handa.
Mig hefir oft langað til að senda vðr línu í seinni
tíð, en síðan málgagn yðar snerist svo eindregið á móti
stefnu þeirri í kristilegum trúmálum, sem eg hefi að-
liyllzt í dýpstu lijartans alvöru og barizt fyrir í drottins
nafni, dofnaði hugsan sú hjá mér, svo ekkert varð úr.
Eg fann, að kunningjarnir gömlu hinum megin við hafið
vildu flestir enga samsuðu hafa með mér. Eg vissi svo
vel af fylkingunni nýju, mér andstœðu og mínum skoðun-
um, sem var að myndast á íslandi. Mér var, skildist
mér, meir og meir að verða ofaukið í mötuneyti þeirra.
Eg er fvrir þessa sök fyrir talsvert löngu hættr að hafa
nokkur bréfaskifti við þá. Þó sé eg eftir því, að eiga