Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 3
339 engin slík skifti lengr við yðr. En þér eruð í því tilliti nærri því einstakleg undantekning í liuga. mínuru. Heldr hefði eg nú kosið, að þér hefðuð sent xnér prív at-línur en þetta opna bréf í „Kirkjublaðinu“. En hvað um það — eg þakka yðr fyrir veivildina mér til lianda nú sem fyrr, lielzt allt af áðr. [Yðr finnst sumt, sem eg hefi sagt í „Sam.“ í garð Islendinga austan hafs, talað af of litlum skiiningi. Má svo vera. En, kæri og háttvirti vin! iiitt ber þá eigi síðr vott um skilningsskort, er þér ímyndið yðr, að það muni að mestu komið undir mér, hvort séra Friðrik Bergmann verðr vikið úr íslenzka kirkjufélaginu hér. Það er eins og þér ætlið, að trúmála-ágreiningrinn innan fé- lagsins sé fremr öllu öðru, ef ekki eingöngu, fólginn í persónulegri óvild milli okkar tveggja, séra Friðriks og mín. 1 fyrra var af sumum hér leitazt við að telja al- menningi trú um það, að svo væri, — enda var síðar ver- ið að flagga með slíkum ummælum í biöðunum sumum á íslandi; en þetta dettr naumast nokkrum manni í hug í alvöru hér vestra lengr. Hvaðan er yðr annars komin sú frétt, að það eigi að reka séra Friðrik! Ekki úr „Sam.“, og naumast frá neinum, sem stendr á sömu hlið sem eg í baráttunni. — Mér er allsendis óljóst, hvað gjört verðr við mál séra Friðriks á kirkjuþingi í sumar. Það verðr sennilega að mestu komið undir honum sjálfum. En vitanlega hefir liann sjálfr endr fyrir löngu kveðið þann dóm opinberlega upp yfir trúmálastefnu þeirri, sem hann nú heldr fram — einmitt í deilu móti vðr forð- um—, að hann á ekki lengr andlegt beimili í kirkjufélagi voru eins og um það er búið — meðal annarra af honum sjálfum — í grundvallarlögum þess.] Eg er hræddr um, að þessi pati, er yðr hefir borizt, um að það eigi að reka séra Friðrik. eigi rót sína að rekja til þeirrar meðvit- nndar hjá honum eða hans fylgismönnum um það, að hann sé andlega út úr hópi vorum. Nei, mig langar víst ekki til að gjöra hann að píslarvotti og á þann hátt afla honum frægðar.*) *) Þetta í bréfinu út af því, aS Þórhallr biskup tók það fram í áskoraninni í „Kirkjublaðinu", að ekki kœmi hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.