Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 27
363
útliti. Hiö þunna hár hans féll í hvítum lokkum niðr fyrir
túrbaninn, sem algjörlega huldi höfuð hans að ofan, og þétt
og sítt skegg, enn hvítara, veifðist um brjóstið á hinum
grófa gráa kufli hans. Hœgt fœrðist hann áfram, því
bæði var hann orðinn aldrhniginn og i tilbót hélt hann á
smíðatólum — öxi, sög, tvískeftu—, sem öll voru stórgjör
og þung, og var auðsætt, að hann hafði gengið svona góð-
an spöl án þess að hvíla sig.
Hann stóð við, er hann var kominn fast að, til þess
að líta yfir þennan mannsöfnuð.
„Rabbí, góði rabbí, Jósef!“ — kallaði kona nokkur,
sem hljóp til hans. „Hér er bandingi; kondu og spurðu
hremennina um hann, svo við fáum að vita, hver hann er,
hvað hann hefir til saka, og hvað þeir ætla að gjöra við
hann.“
Andlit öldungsins var dauflegt og breyttist ekki; hann
leit þó á bandingjann og gekk að yfirmanninum.
„Friðr drottins sé með þér!“ — mælti hann með ó-
sveigjanlegri alvörugefni.
„Og friðr frá guðunum sé með þér!“ — svaraði for-
inginn.
„Ert þú frá Jerúsalem?"
„Já.“
„Bandinginn, sem þið eruð með, er ungr.”
„Já, ungr að aldri.“
„Má eg spyrja, hvað hann hefir gjört fyrir sér?“
„Hann er morðingi."
Fólkið endrtók orðið forviða, en rabbí Jósef hélt
spurningum sínum áfram.
„Er hann Israels son ?“
„Hann er Gyðingr“ — svaraði Rómverjinn þurrlega.
Hikandi meðaumkun þeirra, er við voru staddir,
hreyfði sér enn.
„Mér er alveg ókunnugt um kynkvíslir ykkar“ — hélt
hann áfram, er orðið hafði—, „en um ættfólk hans hið ná-
komnasta get eg talað. Þið hafið ef til vill heyrt getið
um fursta einn, kenndan við Jerúsalem, að nafni Húr —
Ben Húr var hann nefndr. Hann var uppi á dögum
Heródesar."
„Eg hefi séð hann“ — mælti Jósef.
„Jæja, þetta er sonr hans.“
Nú urðu þeir margir, sem fóru að hafa hátt, og for-
ingi riddaranna flýtti sér að þagga niðr í þeim.
„1 fyrra dag var hann út á stræti í Jerúsalem kominn
fast að þvi að deyða Gratus landstjóra með því að þeyta
tígulsteini í höfuðið á honum niðr af þakinu á stórhýsi
einu — eg held það hafi verið höllin hans föður hans.“