Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 28
364 U/ ÞaS varö þögn í samtalinu, og störöu Nazaretsbúar þá * á Ben Húr, hinn unga mann, eins og heföi hann verið villi- dýr. „Deyddi hann landstjórann ?“ — spuröi öldungrinn „Nei.“ „Hann mun vera undir dómi.“ „Já — hann er dœmdr til galeiðu-þrældóms alla æfi.“ „Drottinn hjálpi honum!“ — mælti Jósef og lyftist nú upp úr deyfð sinni. Sveinn nokkur, sem komiö hafði meö Jósef. en staðiö aö baki honum án þess að eftir honum væri tekið, lagði frá sér öxi, er hann hélt á, gekk aö stóra steininum, sem stóö viö brunninn, og tók af honum vatnskrukku. Þetta fór svo kyrrlátlega fram, aö áðr en varðmennirnir gátu skorizt í leikinn, ef þeir annars fundu hjá sér nokkra hvöt til að gjöra það, haföi hann beygt sig niðr aö bandingjanum og bauö honum að drekka. Höndin, sem svo góðlátlega var lögð á öxl hins ógæfu- sama unga manns, Júda, vakti hann; og er hann leit upp, sá hann andlit, sem hann gleymdi aldrei—andlit sveins, er því- nær var jafnaldri hans, yfirskyggt af ljósjörpum hárlokkum; andlitið var uppljómað af dökkblám augum, sem voru svo mild og aðlaðandi og svo full af kærleik og heilögum góð- vilja, að ervitt var fyrir hvern, er það leit, að láta þaö ekki hafa sterk áhrif á sig. Það, sem Júda hafði orðið út að taka síðustu sólarhringa, og ranglæti það, sem við hann var beitt, hafði eðlilega sett talsverða harðneskju og gremju inn í sál hans, og var hann farið að dreyma um að hefna sin á öllum heiminum; en er hinn ókenndi sveinn nú horfði á hann, þá bráðnaði ísinn og hann varð í anda eins og barn. Hann lagði varir sínar að vatnskrukkunni og drakk langan og djúpan teig. Ekki eitt orð var til hans talað, og ekki heldr sagði hann neitt sjálfr. Þá er hann hafði svalað sér eins og hann vildi, var höndin, sem hvílt hafði á herðum bandingjans, lögð á höf- uð hans, og var þar, í hinum rykugu hárlokkum, kyrr svo lengi sem til þess þurfti að bera fram blessunarorð. Síöan lét hinn ókunni sveinn krukkuna aftr á steininn, tók öxi sína og fór aftr til Jósefs. Allir horfðu á hann. meðan á þessu stóð, foringi riddaranna ekki siðr en bœjarmenn. Það, sem gjörðist við brunninn, endaði með þessti. Riddarasveitin hélt ferð sinni áfram, þá er mennirnir allir og hestarnir höfðu fengið að drekka. En foringinn var ekki eins til skaps og áðr; með eigin höndum lyfti hann bandingjanum upp úr moldarrykinu og hjálpaði honum á ^ hestbak aftan við einn af hermönnunum. Þeir í Nazaret /jy

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.