Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 14
35° munaðarleysingjahæli, og heimili fyrir uppgjafa-presta og skólakennara; og eru líkindi til, aö allt þetta lieföi komizt i framkvæmd á hans tíö, heföi ekki eyöilegging stríðsins hamlaö því. En þó aö framkvæmdin kœmist ekki á í hans tíö, lifði liinn framtakssami andi hans í kirkjunni, er hann hafði hlúð svo vel aö, og gjöröi henni unnt að hrinda þrekvirkjum á staö síðar- meir. Annar eins maör og Muhlenberg he!dr lengi áfram aö lifa i þeim áhrifum, er hann hefir haft út frá sér, eftir aö lík- aminn er kaldr og stirör. Þá er Mohlenberg haföi veriö prestr í Philadelphia í 15 ár frá því hann settist þar aö i annað sinn, lét hann eiginlega af föstum prestskap, og settist aö í Providence 1776, þar sem hann áðr‘hafði þjónaö, og haföi þar heimili til dauöadags; mest af þeim tíma geisaði frelsisstríöið. Sonr hans, hinn herskái prestr Peter Muhlenberg, var herforingi í stríöinu, og bar hinn aldraöi faðir eflaust kjör hans fyrir brjósti. Auk þess var um talsvert lan?an tíma aðal-stríðsvöllrinn í nánd viö Providence, þar sem hann bjó; fékk hann þannig œriö tœkifœri til aö reyna þar per- sónulega, hvaö stríöiö hafði í för meö sér. En hann fékk aö lifa stríðið á enda, og sjá byrjun nýs og glæsilegs tímabils í sögu landsins. Glœddi það einnig hjá honum bjartari framtíö- arvonir fyrir hina kæru lútersku kirkju hans, sem svo tæpt haföi verið stödd á hinum mikLu' hörmungatímum styrjaldarinn- ar. Eram aö þessum tíma hafði lúterska kirkjan í landinu verið háö eftirliti og yfirumsjón frá Halle andlega, en þaö tók eðli- íega enda meöan á stríöinu stóð, og nú var hún orðin sjálfstœö og óháö, 0g var það heppilegra fyrir framtíð hennar, aö hún aö eins væri undir stjórn þeirra manna, sem þekktu til ástands- ins hér í landinu. Getum vér því sagt, aö Muhlenberg hafi fengiö aö sjá hana fulltíöa áör en hann dó 7. Okt. 1787. Var hann þá 76 ára gamall. Tilheyröu þá Pennsylvania-sýnódunni um 40 prestar. AlLir söfnuöirnir í kirkjufélaginu héldu sorg- ar-guösþjónustur í minningu um hinn látna merkismann, og var við þau tœkifœri talsvert ítarlega minnzt á þaö, hvílíka blessun drottinn hefði látiö kirkjunni í té í sambandi viö líf þessa mikla brautryöjanda í Síon. Viö þaö var kannazt þá, og viö þaö er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.