Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 21
357 hljómfögr, og var hún notu'ð fyrsta sinn á allraheilagramessu síð- astliðinni. Var þessi höfðinglega gjöf, eins og nærri má geta, söfnuðinum hið mesta fagnaðareíni. Fríkirkjusöfnuðr notaði haustveðráttuna góðu til að grafa kjallara og steypa undirstöðu undir grunn hinnar nýju kirkju sinn- ar, og er nú veriö að búa allt undir það, að kirkjusmíðinu verði hraðað sem mest undir eins og vorar. Fr. H. Frá Leslie, Sask. Hér andaðist 8. Okt. Sigbjörn Sigurðsson. Hann var fœddr á Ljótsstöðum í Vopnafirði, Norðr-Múlasýslu, árið 1843. Fluttist hann þaðan til Skóga í sömu sveit og var þar 40 ár. Þá flutti hann sig búferlum að Nýpi í sömu sveit og bjó þar 18 ár, þangað til hann fór alfarinn til Ameríku 1904. Árinu áðr átti hann á bak að sjá konu sinni, og flutti þá alfar- inn vestr til barna sinna. Þeim hjónum varð 9 barna aitðið. Af þeim eru nú fimrn á lífi. Hann var guðhræddr rnaðr, virtr af öllum, sem hann þekktu. Til rnoldar var hann lagðr að Leslie 15. Okt. Síðasta Iegan var löng og ströng en hann bar allar þrautirn- ar með þolinntœði ög djörfung trúaðs manns. Leitaði hann nær- veru frelsarans ávallt, en sérstaklega í kvöldmáltíðar-sakramentinu, þegar dauðinn pálgaðist, og voru skyldmenni hans með honum í því helga hátíðarhaldi, og kvöddust í drottni. Friðr sé með moldurn hans. R. Fj. Guðný Guðmundsdóttir, ekkja Jóns heitins Jónassonar siniðs frá Akreyri, andaðist í Winnipeg 22. Nóv., 69 ára gömul. Maðr hennar var dáinn hér í bœ f'yrir rúmurn ellefu árum (1. Júlí 1898J. Og höfðu þau hjón þá um nokkurra ára tímabil átt hér heima eftir að þau fluttust frá íslandi. Af tólf börnunt þeirra eru að eins fimm á lífi, ÖIl fulltíða, vel þekkt og eigandi heima hér vestra: þrír synir — Albert, Kristján og Jóhann — og tvær dœtr: Anna og Fanny. Guðný heitin var tápkvendi rnikið og ýmsa góða eiginleika hafði hún, en eins og tekið var fram við útför hennar frá Fyrstu lútersku kirkjtt, sem hún heyrði til, myndi hún dauðþreytt burt far- andi ekki af neinu öðru vilja hrósa sér en bágindum sínurn, sam- kvæmt fyrirmyndinni í 2. Kor. 11, 30 fi2, 5J. 18. Nóventber andaðist Gottskálk Sigfússon, að Gimli, Man. Hann var 74 ára að aldri. I Eyjafirði var hann allan þann tíma, sem hann dvaldi á íslandi. Á Grœnlandi var hann við hvalaveiðar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.