Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 19
355
imarríkr, bæöi fyrir börnin og fólkiö, og eiga þær bezta þakklæti
skiliö fyrir þá framtaksemi.
Fyrsta sunnudag í September prédikuöum viö báðir, séra Gutt-
ormr og eg, í Guðbrandssöfnuði suðvestr frá bœnum Morden, Man.
Þetta var skömmu eftir að söfnuðrinn safði sagt sig úr kirkjufélag-
inu; en þrátt fyrir það var okkr allsstaðar tekið vel, og fjölmenni
kom til guðsþjónustunnar. Þetta var ein skemmtilegasta byggðin,
sem eg hefi heimsókt á trúboðsferðum mínum. Fólkið er þar yfir-
leitt félagslynt og kirkjulega sinnað. Sárt væri að missa þetta góða
fólk úr hinum kirkjulega félagskap vorum; en telja má víst, að
söfnuðr þessi beri ætíð hlýjan hug til kirkjufélagsins og kirkjufélag-
ið til safnaðarins, þó að félagsböndin sé um stundarsakir slitin.
Næsta sunnudag var eg staddr í Norðr-Dakota, þar sem heitir
Coal Harbor, og hafði þar guðsþjónustu með löndum mínum. Á
þeim stöðvum eru búsettar nokkrar fjölskyldur frá Minnesota-
byggðinni, og var það fólk eitt sinn nágrannar mínir. Nærri má
geta, hve mikil ánœgja það var fyrir mig að fá að heimsœkja þessa
gömlu kæru kunningja mína. Dvölin þar verðr mér lengi minnis-
stœð.
Sunnudagana 19. og 26. Sept. prédikaði eg i Minneota, Marshall
og Lincoln Co., Minn., í fjarveru séra Björns B. Jónssonar. Það-
an ferðaðist eg til Washington-eyjar í Michigan-vatni. í þeirri
ey, sem heyrir til Wisconsin-ríki, er elzta íslendingabyggðin í
Ameríku, og búa þar enn nokkrir, sem komu i allra fyrsta hópnum
frá íslandi J1872J. Eyjan er 25 til 30 ferhyrningsmílur enskar á
stœrð, og fólkstalan er um ellefu hundruð; af þeim eru 90—100
íslendingar, sem flestir eru komnir í góð efni og hafa eignazt
rausnarleg heimili. Eg hélt þar tvær guðsþjónustur — aðra á ís-
lenzku. hina á ensku; voru þær báðar fremr vel sóktar, einkum hin
síðari. Fyrir alla þá gestrisni, hlýindi þau og vinahót, sem alls-
staðar var þar að mceta, er eg eyjarbúum hjartanlega þakklátr.
Úr eynni fór eg beina leið hingað til Chicago.
Góðum guði fel eg árangrinn af þessu trúboðsstarfi mínu.
„Sá er ekki neitt, sem gróðrsetr eða vökvar, heldr guð, sem frjóvg-
anina gefr.“ Eftir beztu samvizku og sannfœring hefi eg flutt fólki
fagpiaðarerindið í Jesú Kristi, eins og það er opinberað í heilagri
ritning. Guð gefi mér styrk frá hæðum til að boða hreinan lærdóm
orða hans með hugrekki og djörfung allt til æfiloka. Vitnisburðr
frelsarans: „þú, góði og trúlyndi þjónn!“ er oeðsta takmark lífsins
fyrir mig. Ef eg næ því, „eg þá hef nóg á jörð.“
Carl I. ólson.