Fréttablaðið - 04.04.2011, Page 8

Fréttablaðið - 04.04.2011, Page 8
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR Beina brautin Bjóðum fyrirtækjum aðstoð við að undirbúa og skila inn gögnum vegna Beinu Brautarinnar. Sem er úrlausnir í skuldamálum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Már Ástþórsson viðskiptafræðingur í síma 696-5310 eða á netfanginu gudmundur@beinabrautin.com www.beinabrautin.com … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Það er enginn að snuða Breta og Hollendinga ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Með íslensku neyðarlög- unum voru hagsmunir inni- stæðueigenda í Bretlandi og Hollandi tryggðir mun betur en tilskipun ESB um innistæðutryggingar fer fram á: Í stað 674 milljarða munu þeir fá 1175 milljarða. En þeir vilja samt meira. Að við tökum ábyrgð á þrotabúinu og borgum líka vexti. Okkur ber engin skylda til að verða við því, hvorki lagaleg né siðferðileg. Greiðsla til Breta og Hollendinga ESB tilskipun 674 1.175 Óvíst Ef Nei Ef JÁ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. FRÉTTAVIÐTAL: Stefán Einar Stefánsson, nýr formaður VR Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur mun taka við starfi formanns VR, eins öflugasta verkalýðs- félags landsins, seinna í mánuðinum. Hann varð hlutskarpastur sjö fram- bjóðenda í formannskjöri félagsins en úrslit voru kynnt í síðustu viku. Stefán Einar Stefánsson segist hlakka til þess að hefja störf sem formaður en honum hefði ekki dott- ið það í hug fyrir svo löngu síðan að hann hæfi störf á þessum vett- vangi. „Síðastliðið haust leituðu til mín einstaklingar varðandi fram- boð sem höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála í VR. Þetta var fólk sem þekkti til starfa minna fyrir félagið á árinu 2009 þegar ég var fenginn til að aðstoða við að setja siðareglur fyrir félagið. Ég neit- aði þessu nú fyrst, ég var að sinna verkefnum af öðrum toga og hafði aldrei leitt hugann að verkefnum á borð við þetta. Svo var haldið áfram að þrýsta á mig og ég fór þá að glöggva mig meira á innri mál- efnum félagsins. Í kjölfarið tek ég ákvörðun um að bjóða mig fram og hellti mér bara í þessa baráttu eins og aðrir,“ segir Stefán en hann und- irbýr sig þessa dagana fyrir verk- efnin fram undan. Deilur innan stjórnar og á skrifstofu VR hafa skyggt á störf félagsins á síðustu misserum og segir Stefán það fyrsta verkefni sitt að tryggja að það verði starfs- friður í félaginu. „Slíkur starfs- friður felst ekki í því að allir séu sammála eða að einn maður ráði öllu heldur frekar að mál séu ætíð sett í ákveðinn farveg sem tryggi vandaða og yfirvegaða úrlausn þeirra viðfangsefna sem félagið er að fást við. Ég er viss um það að allir þeir sem að félaginu koma eru til í þessa vinnu,“ segir Stefán. En hvaða önnur mál hyggst hann setja á oddinn? „Þegar starfsfriður er tryggður taka við stór verkefni eins og að berjast gegn því órétt- læti sem er óútskýrður launamun- ur kynjanna. Við þurfum jafnframt vonandi að kynna nýjan kjarasamn- ing og fá samþykktan. Við þurfum að hlúa að okkar félagsmönnum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi, við þurfum að koma því fólki út á vinnumarkaðinn aftur. Það er sam- hangandi við þennan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem við höfum verið að skoða í samstarfi við Sam- tök atvinnulífsins. Þar er mikil áhersla lögð á þau atriði sem lúta að atvinnusköpun og fjárfestingu í landinu,“ segir Stefán. Lítil virkni áhyggjuefni Það er óhætt að segja að það hafi víða gustað um þar sem Stefán Einar hefur komið að málum og var hann því spurður hvort hann væri vel til þess fallinn að tryggja sætt- ir í VR. „Í frægu ljóði eftir Davíð Stefánsson segir: „Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast.“ Þeir sem hafa þurft að takast á við fólk geta, að ég tel betur, komið inn á átakasvæði og stillt til friðar. Ég held að það hefði ekki verið nein lausn fyrir VR að velja til forystu algjörlega óum- deildan mann sem aldrei hefði látið þannig til sín taka að menn hefðu á því einhverja skoðun.“ Kjörsókn í formannskosningun- um í VR var einungis rúm sautj- án prósent og segir Stefán það vera áhyggjuefni að fólk vilji ekki hafa áhrif á þetta mikilvæga félag. Þetta hafi hins vegar verið vanda- mál lengi. Ósanngjarnar kjaftasögur Stefán Einar hefur síðustu miss- eri setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sem hefur boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og til að mynda lagt til að Vinnu- eftirlit ríkisins verði lagt niður. Stefán segir þær tillögur ekki lýsa sínum stjórnmálaskoðunum. „Ég hef tekið þátt í starfi stjórnar SUS ásamt tugum annarra einstaklinga sem hafa mjög ólík viðhorf. Ég hef aldrei skilgreint sjálfan mig sem frjálshyggjumann heldur hef ég verið mjög gagnrýninn á þá hug- myndafræði. Ég gagnrýndi þessar tillögur í mörgum liðum en þarna urðu mín viðhorf einfaldlega ekki ofan á,“ segir Stefán. Í aðdraganda formannskjörsins var Stefán ásakaður um að hafa afritað kjörskrá félagsins sem er andstætt kosningareglum. Hann hefur einnig verið sagður hafa sent sms skilaboð á þá félagsmenn VR sem flokksbundnir eru í Sjálfstæð- isflokknum. Stefán segir þessar ásakanir fráleitar. „Þessar sögur eru hluti af þeirri ófrægingarher- ferð og þeim vinnubrögðum sem það fólk sem hefur skaðað þetta félag hvað mest notar. Það hermir upp á fólk hluti sem eiga ekki við rök að styðjast og ég bara frábið mér umræðu um svona mál. Kær- unni var auðvitað vísað frá og átti ekki við rök að styðjast. Hvað þess- ar sögur um sms sendingar varð- ar þá segi ég það eitt að einu sms skilaboðin sem ég sendi voru til ein- hverra tuga vina minna undir lok kosninganna.“ Engin lausn að velja óumdeildan mann STEFÁN EINAR Stefán er 27 ára gamall guðfræðingur sem hefur einnig lagt stund á nám í lögfræði og siðfræði. Hann hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.