Fréttablaðið - 04.04.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 04.04.2011, Síða 10
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR Húsið er á tveimur hæðum, samtals um 1.219 fermetrar. Þar er í dag rekið fullbúið hótel á vegum leigutaka. Á fyrstu hæð er álma með 8 gestaherbergjum, rými fyrir heilsurækt með heitum pottum og 30 manna fundarsal. Inn af fundarsal eru að auki 4 gestaherbergi og nokkur aðskilin þjónusturými. Á annarri hæð er álma með 8 gestaherbergjum, ráðstefnusal sem rúmað getur allt að 60 manns, eldhús, þjónusturými, matsalur sem þjónað getur um 60 manns, sem og stór vistleg setustofa og bar. Inn af eldhúsinu eru 3 gestaherbergi. Öll gestaherbergi eru með sér baðherbergi og sturtu. Ástand hússins er mjög gott jafnt innan sem utan og aðkoma og umgjörð glæsileg. Húsið stendur á 9.350 fermetra leigulóð, möguleiki er á stækkun lóðar upp í 14.000 fermetra. Húsnæðið verður til sýnis áhugasömum þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00 – 16.00. Nánari upplýsingar gefa eftirfarandi starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur: Hannes Frímann Sigurðsson, sími 516-6690 Ólafur Þór Leifsson, sími 617-6334 Kauptilboðsblað og sölulýsingu er hægt að sækja á vefsíðu Orkuveitunnar. Kauptilboðum skal skila til Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 14. apríl 2011. Til sölu Ef viðunandi tilboð fæst: Starfsmannahús Orkuveitu Reykjavíkur að Nesjavöllum HJÁLMAR JÓNSSON Formaður Blaðamannafélags Íslands segir tímaskekkju að Stjórnarráðið reyni nú eftir hrunið að auka leyndarhyggju með nýju frumvarpi um breytingar á upplýsingalögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNMÁL „Þetta er afturför því þarna er verið að fjölga en ekki fækka undanþágum frá því sem er í lögunum frá 1996,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um frumvarp um breytingar á lögum um upplýsingamál. „Það er tímaskekkja núna þegar menn ættu að draga lær- dóma af hruninu að auka leynd- arhyggjuna í stað þess að sníða agnúana af lögum sem að mörgu leyti hafa reynst vel,“ bætir Hjálmar við. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem nú er til meðferðar hjá alls- herjarnefnd Alþingis. Hjálmar ásamt Sigurði Má Jónssyni, vara- formanni BÍ, segja í umsögn fyrir hönd félagsins til nefndarinnar að lagasmiðirnir virðist ekki hafa trú á eigin tillögum. Í greinargerð sem fylgir frum- varpinu segir að sterk rök hnígi að því að „einmitt upplýsing- ar af þessu tagi eigi ríkt erindi við almenning“ en síðan að nið- urstaðan hafi „engu að síður“ orðið sú að leggja til lögfestingu viðkomandi reglu. „Hér verð- ur ekki séð að hugur fylgi máli og eðlilegt að beina löggjafan- um inn á þá braut sem hugur og hjarta segja honum!“ segir Blaðamannafélagið. Meðal þess sem BÍ gerir athugasemdir við er nýtt ákvæði um að undanskilja frá aðgangi almennings gögn sem ráðherrar afla frá sérfróðum aðilum til að undirbúa lagafrumvörp. „Hér má spyrja hvort eðlilegt sé að leynd hvíli yfir hvaða gögn lög- gjafinn notast við,“ segir í umsögn Hjálmars og Sigurðar. Þá kemur fram að BÍ telji alltof víðtæka heimild felast í frumvarp- inu „til þess að loka inni vinnu- gögn“. Þannig geti stjórnvöld mjög takmarkað upplýsingastreymi. „Í því sambandi má vitna til nýlegs blaðamáls, Árbótarmálsins, þar sem mikilvægar upplýsing- ar um afgreiðslu og málsmeðferð komu fram í tölvupóstssamskipt- um. Ekki verður annað séð en að þarna sé verið að loka á afhend- ingu slíkra gagna,“ er ein ábend- ingin frá Hjálmari og Sigurði. Árbótarmálið sem Fréttablaðið sagði frá fjallaði um hvernig ráð- herra og þingmenn beittu sér á bak við tjöldin í máli sem ekki var á þeirra forræði. Síðan er ítrekað í umsögn BÍ að fráleitt sé í ljósi reynslunnar að undanþágum frá lögunum sé fjölg- að: „Of mikið upplýsingastreymi hefur ekki staðið vandaðri stjórn- sýslu hér á landi fyrir þrifum. Þvert á móti.“ gar@frettabladid.is Óttast aukna leynd með nýjum lögum „Of mikið upplýsingastreymi hefur ekki staðið vandaðri stjórnsýslu hér á landi fyrir þrifum,“ segir í umsögn Blaðamannafélags Íslands sem gagnrýnir nýtt frumvarp um breytingar á upplýsingalögum. SAMGÖNGUR Meðalumferð um Bol- ungarvíkurgöng er tæpum 4 pró- sent meiri það sem af er ári en umferð um Óshlíðarveg á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is. Þar segir einnig að þessa þrjá mánuði hafa að jafnaði farið 657 bílar um Bolungarvíkurgöng á degi hverjum en um Óshlíðarveg í fyrra fóru 624 bílar á dag. Meðalumferð um Héðins fjarðar- göng fyrstu fimm mánuðina frá opnun, var 382 bílar á sólarhring og er því umferð um Bolungarvík- urgöng 70 prósentum meiri en um Héðinsfjarðargöng. Frá þessu var einnig greint á vikari.is. - rat Töluvert fleiri aka um Bolungarvíkurgöng en Óshlíð: Umferð jókst um 4% Hér má spyrja hvort eðlilegt sé að leynd hvíli yfir hvaða gögn lög- gjafinn notast við ÚR UMSÖGN BLAÐAMANNAFÉLAGS ÍSLANDS VEGURINN UM ÓSHLÍÐ MYND/BRYNJAR GAUTI Frummælendur: Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og fulltrúi samninganefndar Íslands Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram hreyfingarinnar Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og fulltrúi Advice hreyfingarinnar Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Gylfi Zoëga, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands Að loknum framsöguerindum taka við pallborðsumræður. Frummælendur og Guðmundur Björnsson, verkfræðingur hjá GAMMA Aðgangur án endurgjalds, skráning fer fram á vi.is Opinn upplýsingafundur þriðjudaginn 5. apríl klukkan 16-17.30 á Hilton Reykjavík Nordica ICESAVE JÁ/NEI ÁHRIF Á EFNAHAGSÞRÓUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.