Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 2
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra skipaði í gær
Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksókn-
ara Alþingis, í embætti ríkissak-
sóknara. Sigríður hefur undanfar-
ið verið í leyfi frá starfi sínu sem
vararíkissaksóknari.
Sigríður segir að nú séu þrír kost-
ir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi
sig frá máli Alþingis á hendur Geir
H. Haarde. „En það er nú kannski
ekkert einfalt því ég er kosin í þetta
starf. Það er talað um það í lögunum
að það skuli kosinn varasaksóknari
og hann á að taka við ef maður for-
fallast, en það er ekki hægt að segja
að maður forfallist ef maður fær
nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk
þess sé hún komin á kaf í málið og
því sé kannski ekki gott að yfirgefa
það núna.
Annar kosturinn sé að setja annan
ríkissaksóknara tímabundið þangað
til málarekstrinum fyrir landsdómi
sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf
koma að þessu sem allra fyrst. Það
er margt sem þarf að gera.“
Þriðji kosturinn sé að hún sinni
störfunum einfaldlega samhliða.
Málið gegn Geir sé bara eitt mál
sem hún hafi tekið að sér og það sé
algengt að fólk sinni aukaverkum
með aðalstarfi. „Það er spurning
hvort það horfir eitthvað öðru-
vísi við með þetta mál. Ég þarf að
fara yfir það með fleirum en sjálfri
mér,“ segir hún.
Sigríður ræddi í gær við Atla
Gíslason, formann þingmanna-
nefndarinnar, sem er henni til halds
og trausts, og hann bjóst við að
kalla nefndina saman og fá Sigríði
á fundinn til að ræða stöðuna.
Sigríður segir að málareksturinn
fyrir landsdómi þurfi ekki að taka
nema nokkrar vikur eftir að ákær-
an verði gefin út, sem verði vonandi
fyrir páska. - sh
Auðvitað vil
ég sjálf koma
að þessu sem
allra fyrst. Það
er margt sem
þarf að gera.
SIGRÍÐUR
FRIÐJÓNSDÓTTIR
RÍKISSAKSÓKNARI
SKIPULAGSMÁL Framkvæmdir
eru hafnar við að breyta Austur-
stræti milli Lækjargötu og Póst-
hússtrætis í göngugötu. Grænu
stálpollarnir sem liggja eftir
endilöngu strætinu við núverandi
bílastæði verða fjarlægðir en
trén í götunni verða áfram.
Við Lækjargötu verður lokað
fyrir umferð inn í Austurstræti
og járnhliðið sem trónt hefur þar
yfir verður fjarlægt. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Reykjavík-
urborg. Hellulögn verður endur-
nýjuð og snjóbræðslu verður
komið fyrir. Áætluð verklok eru
16. maí. - sv
Framkvæmdir hafnar:
Austurstræti
fyrir gangandi
FRAMKVÆMDIR Á LÆKJARGÖTU Undir-
búningur fyrir göngugötu í Austurstræti
er hafinn og ætlað er að þeim ljúki um
miðjan maí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óvissa ríkir um framhald máls Geirs Haarde eftir að saksóknari Alþingis var skipaður ríkissaksóknari í gær:
Segir þrjá kosti í stöðunni eftir skipunina
BANDARÍKIN, AP Barack Obama og
Joe Biden tilkynntu í gær að þeir
ætluðu að gefa kost á sér til ann-
ars kjörtíma-
bils sem forseti
og varaforseti
Bandaríkj-
anna.
„Við höfum
alltaf vitað
að varanleg-
ar breytingar
koma hvorki
hratt né auð-
veldlega,“
sagði Obama í gær. Í kosninga-
baráttu sinni fyrir þremur árum
hafði hann lofað að gera gagn-
gerar breytingar á bandarískum
stjórnmálum.
Næstu kosningar verða haldnar
í nóvember árið 2012. Þeir Obama
og Biden eru snemma á ferðinni
að þessu sinni vegna þess að þeir
þurfa að safna einum milljarði
dala, eða nærri 115 milljörðum
króna, í kosningasjóð. - gb
Obama gefur kost á sér:
Ætlar að safna
milljarði dala
BARACK OBAMA
Hjörtur, hvor ykkar feðganna
er aðalspaðinn á heimilinu?
„Guð minn góður, það er auðvitað
sonurinn. Það er miklu meira efni í
honum.“
Fríkirkjupresturinn Hjörtur Magni
Jóhannsson vann um helgina Íslands-
meistaratitil í sínum flokki í borðtennis,
eins og Magnús Jóhann sonur hans. Þeir
æfa sig reglulega í kjallaranum.
LÖGREGLUMÁL Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri höfuðborgarsvæð-
isins, mætti sjálfur á ritstjórnar-
skrifstofur DV í gær vegna hót-
unarbréfs sem þangað barst.
Í bréfinu eru nafngreindir
tuttugu fyrrverandi ráðherrar
úr ýmsum stjórnmálaflokkum
sem eiga það sameiginlegt að
mæla með því að fólk segi já í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um
Icesave. Bréfritarinn segir að
þetta fólk ætti „nú þegar að fá
sér lífverði eða sem allra fyrst“.
Lögreglan telur bréfið ekki
trúverðugt. - gar
Lögreglan skoðar hótunarbréf:
Já-boðberar fái
sér strax lífverði
VIÐSKIPTI Að óbreyttu mun aðeins
eitt til þrjú prósent fást upp í
kröfur í þrotabú Milestone, að
sögn Gríms Sigurðssonar skipta-
stjóra. Þá tapast um níutíu millj-
arðar króna. Skilanefnd Glitnis
á stærstu kröfuna, 46 milljarða
króna.
Grímur segir stöðuna geta
breyst ef þrotabúið vinnur tíu rift-
unarmál gegn fyrri eigendum og
stjórnendum. Flest málin snúa að
bræðrunum Karli og Steingrími
Wernerssonum og Guðmundi Óla-
syni, fyrrverandi forstjóra, meðal
annars vegna ítrekaðra lánveit-
inga til bræðranna. Grímur telur
að frá miðju ári 2007 hafi Mile-
stone nánast eingöngu verið rekið
með lánum frá Glitni. - þþ
Risavaxið gjaldþrot Milestone:
Níutíu milljarða
gat í bókunum
FÓLK Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra boðar breytingar
á stefnu og regluverki Útlend-
ingastofnunar í kjölfar þess að
Priyönku Thapa, 23 ára stúlku frá
Nepal, var synjað um dvalarleyfi
af mannúðarsjónarmiðum hér á
landi. Ögmundur átti fund með
stjórnendum Útlendingastofn-
unar í gærmorgun og í kjölfarið
fékk Priyanka tilkynningu um að
umsókn hennar yrði endurskoðuð.
Mál Priyönku Thapa hefur
verið mikið í umræðunni síð-
ustu daga. Hún
s a g ð i s ö g u
sína upphaf-
lega í Frétta-
blaðinu síðasta
aðfangadag þar
sem kom fram
að ef hún fengi
ekki dvalarleyfi
á Íslandi biði
hennar þræl-
dómur í heima-
landinu. Móðir hennar, sem er
einstæð, á orðið erfitt með að
framfleyta sér og fötluðum syni
sínum. Hún tók því til þess ráðs
að gefa Priyönku fertugum manni
sem hefur lofað að sjá fyrir fjöl-
skyldunni. Priyanka hefur aldrei
hitt manninn. Hún vill heldur búa
hér á landi og afla sér frekari
menntunar.
Útlendingastofnun synjaði
umsókn Priyönku, taldi ekki
nægar sannanir fyrir því að hún
yrði neydd í hjónaband eða að
hennar biði ómannúðleg eða van-
virðandi meðferð í heimalandi
sínu.
Innanríkisráðherra átti fund
með stjórnendum Útlendinga-
stofnunar í gærmorgun þar sem
farið var yfir stefnu og verklag
stofnunarinnar. Síðar um daginn
fékk Priyanka þær upplýsingar að
umsókn hennar yrði tekin upp að
nýju.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra fagnar ákvörðun Útlend-
ingastofnunar. „Ég átti fund með
Útlendingastofnun í gær þar sem
við fórum yfir stefnu og regluverk
stofnunarinnar þegar kemur að
því að veita fólki dvalarleyfi eða
hafna. Þar eru augljóslega margar
brotalamir sem verður að laga.“
Ögmundur segir að þeir sem
gagnrýni störf Útlendingastofn-
unar verði að hafa það í huga að
starfsmenn hennar vinni eftir
þeim reglum og þeirri stefnu sem
stjórnvöld setji. „Ef sú stefna er
röng verða stjórnvöld að breyta
henni og það ætla ég að gera,“
segir innanríkisráðherra.
Sigurður Örn Hilmarsson, lög-
fræðingur Priyönku, segir að
nú verði unnið í umsókninni og
frekari gögn lögð fram. „Það er
ánægjulegt að sjá að Útlendinga-
stofnun hafi séð að sér með þetta
mál,“ segir Sigurður Örn. Hann
segir óvíst hvenær niðurstaða
fáist í málið. „Það tók þrjá mánuði
að afgreiða síðustu umsókn henn-
ar svo stofnunin þekkir málið vel.
Ég reikna því ekki með að þetta
taki jafn langan tíma núna.“
Ekki náðist í Kristínu Völundar-
dóttur, forstjóra Útlendingastofn-
unar, í gær. kristjan@frettabladid.is
Mál Priyönku tekið
til skoðunar að nýju
Ráðherra ætlar að breyta stefnu og regluverki Útlendingastofnunar í kjölfar
máls Priyönku Thapa. Ráðherra fundaði með stjórnendum stofnunarinnar í
gær og í kjölfarið var ákveðið að taka umsókn Priyönku til endurskoðunar.
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
PRIYANKA THAPA Útlendingastofnun synjaði umsókn Priyönku þar sem hún taldi
ekki nægar sannanir fyrir því að hún yrði neydd í hjónaband eða að hennar biði
ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð í Nepal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMI
KJARAMÁL „Við erum að tala okkur
nær hver öðrum. Það er enginn
búinn að hafna neinu eða sam-
þykkja neitt,“ segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA,
um ganginn í kjaraviðræðum SA
og ASÍ.
„Það hefur hvesst stundum en
þetta þokast áfram,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Það
hefur verið tekist á um launaliðinn.
Það endaði með því að SA kom með
útspil sem kom til móts við áherslur
okkar að þessu leyti.“
Bæði Vilhjálmur og Gylfi segja
enn standa upp á ríkisstjórnina til
að ná megi samningi til þriggja ára.
„Þetta er háð því að stjórnvöld
beiti sér og taki ákvarðanir sem
duga til þess að auka hér verulega
innspýtingu og fjárfestingar og að
hér hefjist hagvaxtarskeið.“ segir
Gylfi. „Stjórnvöld verða að taka
ákvarðanir, bæði um rammaáætl-
anir og virkjanir, það gerist ekkert
öðruvísi. Það er sjálfsblekking að
halda að við getum aukið hagvöxt
á óbreyttum umsvifum.“
Vilhjálmur segir mikið velta á
því að menn sjái til lands í málum
sem snúi að ríkisstjórninni. Meðal
annars varðandi stórframkvæmd-
ir og lækkun tryggingargjalds sem
skipti afgerandi máli varðandi
launahækkanir. Enn sé óvissa um
sjávarútveginn. „Við lítum svo á að
það sé nauðsynlegt að sjávarútveg-
urinn sé með í samfélaginu,“ segir
framkvæmdastjóri SA. - gar
Viðræðum haldið áfram þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn hjá ASÍ og SA í gær:
Þokast áleiðis í kjaraviðræðum
VILHJÁLMUR EGILSSON OG GYLFI ARNBJÖRNSSON ASÍ og SA halda áfram að þrýsta á
ríkisstjórnina varðandi fjárfestingar og önnur málefni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SPURNING DAGSINS