Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 10
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
Aðalfundur SA 2011 verður haldinn
fimmtudaginn 7. apríl á Hilton
Reykjavík Nordica og hefst opin
dagskrá kl. 14.00.
Vilmundur
Jósefsson
Jóhanna
Sigurðardóttir
Jóhann
Jónasson
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
Guðmundur
Þorbjörnsson
Ingibjörg G.
Guðjónsdóttir
Rannveig
Rist
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16
Ávarp Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins
Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra
ATVINNULEIÐIN ER FÆR
Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já
Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna
Fundarstjóri er Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi.
Skráning á www.sa.is
MEISTARANÁM
Í VIÐSKIPTAFRÆÐI
OPNIR FUNDIR
Nánari upplýsingar má finna á:
www.hr.is/vidskiptadeild/msc
MBA | Kennslustund
Dr. Marc Sachon
7. apríl, kl. 11:30–12:30
OBTM | Kennslustund
Organisational Behaviour & Talent Management
Dr. Gerhard Apfelthaler
7. apríl, kl. 12:30–13:30
DÓMSMÁL Gunnar I. Birgisson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Kópa-
vogi, á ekki að sæta því að hafa
verið kallaður „holdgervingur
spillingar og valdhroka“ segir
Héraðsdómur Reykjaness, sem
dæmir Gunnari 300 þúsund króna
bætur vegna tveggja ummæla Þór-
arins Hjartar Ævarssonar, íbúa á
Kársnesi.
Ummæli Þórarins um
Gunnar birtust í grein
Þórarins í Morgunblaðinu
14. júní 2009. Gunnar bað
Þórarin að draga þau til
baka og stefndi honum
síðan þegar því var
ekki svarað. Alls var
stefnt vegna fimm
ummæla. Dómur-
inn taldi þrjú þeirra
e k k i m e i ð a nd i
fyrir Gunnar. Hin
ummælin sem dæmt
var fyrir voru „nú
eða kenna embætt-
ismönnum, sem n.b.
hafa verið hand-
valdir af þér, um
ástand mála“.
Ummælin þrjú
sem ekki var dæmt
fyrir voru: „sem er
fylgifiskur nýjasta
hneykslisins sem þú
hefur náð að draga flokkinn inn í“,
„þú hefur skarað eld að eigin köku
og hyglað ættmennum með eign-
arhlut þínum í Klæðningu og með
óafsakanlegum viðskiptum við
fyrirtæki dóttur þinnar“ og „beitt
þér fyrir hönd þröngs hóps verk-
taka og lóðareigenda sem ætluðu
að græða ótæpilega á lóðabraski“.
Um þessi þrjú ummæli segir
dómurinn að ekki verði talið „að
þessi ummæli séu með öllu
staðlaus“. Gunnar verði að
þola gagnrýna umfjöllun
á opinberum vettvangi,
„jafnvel þótt hvassyrt sé“.
Ummæli Þórarins hafi
verið „hluti af pólitískri
umræðu“ í aðdraganda síð-
ustu bæjarstjórnarkosn-
inga í Kópavogi.
- gar
Dæmdur vegna tveggja af fimm umdeildum fullyrðingum í Morgunblaðinu:
Skal þola ummæli um að skara eld
að eigin köku og hygla ættmennum
GUNNAR I. BIRGISSON Fær
bætur fyrir meiðyrði sem
dæmd voru dauð og ómerk
en er jafnframt sagður
þurfa að þola „hvassyrta“
umfjöllun.
1. Hversu stórt hlutfall pilta yfir
átján ára hefur reykt marijúana?
2. Hvað heitir stúlkan sem um
helgina varð sú fyrsta til að sigra í
Gettu betur?
3. Hvaða prestur varð Íslands-
meistari í einliðaleik í borðtennis
um helgina?
SVÖR
1. Þriðjungur 2. Laufey Haraldsdóttir
3. Hjörtur Magni Jóhannsson
17%
33%
30,2%
11,7%
8,1%
Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur)
Hvorki né Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
Afstaða til starfa forsetans
Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur)
ert þú með störf Ólafs Ragnars
Grímssonar sem forseta Íslands?
KÖNNUN Helmingur þeirra sem
afstöðu tóku í nýrri skoðanakönn-
un MMR segist frekar eða mjög
ánægður með störf Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands.
Alls sögðust sautján prósent
mjög ánægð og 33 prósent frekar
ánægð með störf forsetans. Ríf-
lega þrjátíu prósent sögðust hvorki
ánægð né óánægð. Tæplega tólf
prósent sögðust frekar óánægð
með frammistöðu Ólafs og um átta
prósent sögðust mjög óánægð.
Mikill munur var á afstöðu fólks
eftir því hvaða stjórnmálaflokk
það myndi kjósa í þingkosningum.
Þannig voru 75 prósent stuðn-
ingsmanna Framsóknarflokksins
ánægð með störf forsetans og 51
prósent stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokksins. Um 39 prósent
stuðningsmanna Vinstri grænna
sögðust ánægð með Ólaf Ragn-
ar, og 24 prósent stuðningsmanna
Samfylkingarinnar.
Ánægja með störf forsetans var
almennt meiri hjá yngra fólki en
hjá eldri aldurshópum.
Könnunin var gerð 8. til 11.
mars á netinu og í síma. Þátttak-
endur voru 902 og tóku 97 prósent
afstöðu til spurningarinnar. - bj
Mikill munur á ánægju með störf Ólafs Ragnars eftir stuðningi við flokka:
Helmingur ánægður með forsetann
FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira úrval afþreyingar, frétta og myndskeiða í topp-upplausn með greiðara
og einfaldara aðgengi fyrir allar tölvur og farsíma. Horfðu, hlustaðu og
fylgstu með öllu því sem gerist, hvar og hvenær sem er á Vísi.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
LÖGREGLUMÁL Einn maður
var handtekinn eftir að tveir
menn lentu í átökum í heima-
húsi í Hveragerði aðfaranótt
sunnudags.
Mennirnir voru að slást þegar
lögreglan var kölluð á staðinn.
Þegar lögreglumenn reyndu að
handtaka annan þeirra streittist
sá á móti og sparkaði í höfuð lög-
reglumanns. Þrátt fyrir ofsa-
fengna framkomu mannsins tókst
lögreglunni að handtaka hann.
Hann var fluttur á lögreglustöð-
ina á Selfossi og yfirheyrður. - jss
Slagsmál í heimahúsi:
Sparkaði í
höfuð lögreglu
VEISTU SVARIÐ?